Síðdegisútvarpið

Samherjamálið, smokkar, Ívar Örn Katrínarson og ný bók um neyslulíf hans

Héraðssaksóknari hefur endurheimt yfir 1500 skilaboð á milli forstjóra Samherja og uppljóstrara í Samherjamálinu. Þetta kemur fram í Heimildinni í dag. Forstjóri Samherja segir umfjöllun heimildarinnar engu breyta. Þeir Aðalsteinn Kjartansson og Helgi Seljan blaðamenn á Heimildinni komu til okkar og sögðu okkur frá nýjustu vendingum í málinu.

Ívar Örn Katrínarson sem gekk á sínum tíma undir nafninu Dr. Mister og var þá einn vinsælasti tónlistarmaður landsins ákvað 10 ára gamall verða dópisti. Þetta kemur fram í hans fyrstu bók sem heitir Ég ætla djamma þar til ég drepst. Bókin fjallar um ævi Ívars sem er ekki eins og ævi flestra. Þar eru æskuárin rifjuð upp, tónlistarferillinn, handrukkara árin og tími sem hann bæði seldi og flutti inn fíkniefni. Ívar er á betri stað í dag, hann kom í Síðdegisútvarpið.

Í nýlegri grein á Vísi skrifar Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir kynlífsráðgjafi og formaður Kynís, kynfræðifélags Íslands.grein sem ber yfirskriftina Redda smokkar málunum?

Þar fjallar Aldís um nýleg þingsályktunartillaga um aukið aðgengi ungs fólks smokkum og það fagnaðarefni. Aldís telur það óásættanlegt ungt fólk meti smokka sem munaðarvöru því smokkar séu eina getnaðarvörnin sem er bæði vörn gegn kynsjúkdómum og getnaði. Aldís kom til okkar í þáttinn.

Október er mánuður breytingaskeiðsins og í dag 18. október er Dagur breytingaskeiðsins. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir á Gynamedica er sérfræðingur um breytingarskeiðið og hún sagði okkur allt um þetta tímabil í lífi kvenna.

Seint á árinu 2018 hvarf Anne-Elisabeth Hagen, eiginkona norska milljarðarmæringsins Tom Hagen Úr varð ein stærsta rannsókn sem Norska lögreglan hafði unnið í. Málið tröllreið stærstu miðlum norðurlandanna. Eiginmaðurinn var grunaður um hafa myrt konu sína en hann neitaði alltaf sök. Í morgun bárust svo þær fréttir saksóknari í Noregi hafi fellt niður ákæru á hendur Tom Hagen. Við hringdum í Atla Stein Guðmundsson blaðamann sem er búsettur í Noregi.

Frumflutt

18. okt. 2024

Aðgengilegt til

18. okt. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,