Sumarnámskeið fyrir fötluð börn með skerta hreyfigetu verður haldið í næstu viku í Skógarseli. Þetta er nýtt verkefni en en umtalsvert færri fötluð börn stunda virkt íþróttastarf en ófötluð. Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Hákon Atli Bjarkason sögðu okkur frá þessu.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti í vor að hún myndi taka sér leyfi í níu mánuði frá þingstörfum til að leggja stund á MPA nám við Columbia háskóla. Fjölmargir námsmenn eru á leið í sama ferli víða um heim og okkur lék því forvitni á að vita hvernig New York tekur á móti henni og hvernig gangi að koma sér fyrir. Við hringdum í Áslaugu Örnu.
Þann 1. júlí sl. greindi sjónauki í Síle eitthvað óvænt: dauft fyrirbæri sem rann yfir himininn á óvenjulegum hraða og óvenjulegu horni. Þetta var ekki halastjarna frá útjaðri sólkerfisins okkar, heldur geimfoki frá annarri stjörnu. Hann hefur fengið nafnið 3I/ATLAS. En stefnir hann á jörðina? Sævar Helgi Bragason sagði okkur meira frá þessari uppgötvun.
Flughátíðin allt sem flýgur verður haldin á Hellu um helgina, þar sem flugmenn leika listir sínar á loftförum af hinum ýmsu gerðum. Ef veður leyfir amk. Matthías Sveinbjörnsson formaður Flugmálafélagsins kíkti við.
Sirkustjaldið Jökla hefur nú risið á ný í Vatnsmýrinni og verður Sirkus Íslands með sirkussýningar þar næstu dagana. En hvað er boðið uppá í íslensku sirkus? Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Sirrý, kom til að upplýsa um það.
Tónlistarhátíðin Kótelettan fagnar 15 ára afmæli sínu um helgina. Hátíðin hefst á upphitunartónleikum annað kvöld, og þeir eru ekki af verri endanum, en þar stígur Todmobile á stokk. Eyþór Arnalds kom til okkar.