Hver er staðan á fasteignamarkaði í nýju ári? Eru hinar ýmsu hækkanir um áramót að fara að hafa áhrif á verðbólguna og þar með vaxtaákvörðun Seðlabankans og í kjölfarið þá fasteignamarkaðinn. Páll Heiðar Pálsson fasteignasali hjá Pálsson fasteignasölu kom til okkar.
Nú hefur staðið yfir vinna frá því í haust hjá fjarskiptafyrirtækjunum að loka farsímasendum sem styðja við úrelt kerfi sem eru 2G og 3G. En þar sem mörg tæki og tól nota þessa tækni ennþá, eins og bómuhlið í sumarbústaðahverfum og svo hafa bændur notað slík kerfi lengi, leikur okkur forvitni á að vita hvernig lokunin gangi og hvort eitthvað hafi komið uppá. Logi Karlsson, framkvæmdastjóri tækniþróunar hjá Símanum, fór yfir málið með okkur.
Við fjöllum reglulega um heilsu – allskyns heilsu hér í sdú og í dag ætlum við að fræðast um beinheilsu – því það er svo að eftir fimmtugt má önnur hver kona og fjórði hver karl búast við að beinbrotna vegna beinþynningar og hún er algerlega þögul beinþynningin þar til fólk brýtur bein. Það finnur sumsé engin einkenni. Sigríður Björnsdóttir, innkirtla og efnaskiptalækni og Lars Óli Jessen, íþróttafræðingur komu til okkar á eftir og ræddu um beinheilsu.
Félagið Eyjagöng hefur verið stofnað til að fara í jarðrannsóknir sem undanfara á kostnaðarmati á jarðgangnagerð til Vestmannaeyja. Að félaginu standa einstaklingar, fyrirtæki og sveitarfélög sem vilja með stofnun félagsins stefna að því að draga úr óvissu um umfang, tæknilega framkvæmd og kostnað mögulegrar vegtengingar og þannig stuðla að faglegri ákvarðanatöku um eitt stærsta innviðaverkefni svæðisins. Haraldur Pálsson hjá Eyjagöngum var á línunni hjá okkur.
Magnús Scheving ætlar að líta við hjá okkur í létt spjall en Latibær fagnar 30 ára afmæli með nýju fólki í afmælissýningu sem fram fer um helgina.
Helga Rakel Rafnsdóttir, kvikmyndagerðarkona sem einnig er með menntun í leiklist skrifaði status á Facebook í gær sem vakti athygli en þar biður hún fólk um að ímynda sér að héðan í frá þurfi leikhúsgestir sem heita nafni sem byrjar á ,,S” að standa úti í horni með rauða skotthúfu til hliðar við aðra gesti og horfa þannig á sýninguna. Helga Rakel sem notar hjólastól segist búin að fá nóg af niðurlægingunni og leiðindunum sem hún þurfi að þola í leikhúsi þar sem ekki sé almennilega gert ráð fyrir hjólastólum. Hún er því farin í leikhúsbann!
Helga Rakel kom í Síðdegisútvarpið.