Í gærkvöld boðaði Viðreisn með stuttum fyrirvara fund með íbúum Seyðisfjarðar og nágrennis. Á fundinn mættu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar og Ingvar Þóroddsson þingmaður Viðreisnar í Norðausturkjördæmi og umræðuefnið var breytt forgangsröðun í samgönguáætlun er varðar jarðgangnagerð. Við hringdum í Jónínu Brynjólfsdóttur forseti sveitarstjórnar Múlaþings
Meta byrjaði í síðustu viku að hreinsa út reikninga ástralskra barna yngri en sextán ára. Lög sem banna samfélagsmiðlanotkun barna yngri en 16 ára taka gildi í Ástralíu 10. Desember. En hvað þýðir þetta og er þetta eitthvað sem líklegt er að aðrir taki upp í framtíðinni- Skúli Bragi Geirdal er sviðsstjóri Netvís – Netöryggismiðstöðvar Íslands - við heyrðum í honum
Sunna Hlín Jóhannesdóttir oddviti framsóknar á Akureyri skrifaði opið bréf til heilbrigðisráðherra í dag á Vísi þar sem hún fjallar um vandann sem blasir við á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAK) og í heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi, vandi sem sé bæði flókinn og margþættur. Við ræddum stöðuna við Sunnu Hlín.
Nýlega kom út bókin Mzungu sem segir frá Huldu sem ferðast til Kenía til að starfa á munaðarleysingjaheimili. Hulda mætir þangað ásamt vinkonu og syni vinahjóna í þeim tilgangi að láta gott af sér leiða og hún hefur einnig með hjálp góðs fólks safnað fé svo hægt sé að auka lífsgæði barnanna. Heimilið er rekið af íslenskum manni sem nefndur er Skúli í bókinni og virðist stýra því af miklum myndarskap. Þegar líða tekur á dvöl Huldu og félaga fer hana að gruna að ekki sé allt með felldu. Bókina skrifa Þórunn Rakel Gylfadóttir ásamt Simon Okoth Aora, Þórunn Rakel kom til okkar.
Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram í þremur löndum og í mörgum tímabilum næsta sumar. Það hefur mikil áhrif á tímasetningar leikja sem sést vel á leikjadagskránni sem var gefin út um helgina. Hilmar Björnsson er yfirmaður iþróttafréttadeildar RUV við ræddum við hann.
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli var opnað um helgina en hvernig gekk ?
Brynjar Helgi Ásgeirsson er forstöðumaður í Hlíðarfjalli við heyrðum í honum.