Síðdegisútvarpið

Olíuskip tekið undan Íslandi, Rúmi ryksuguróbót, og Grímur Sæmundssen

Bandaríkin hafa tekið olíuflutningaskipið Marinera sem siglir undir rússneskum fána um það bil 200 kílómetra frá ströndum Íslands. Oddur Þórðarson fréttamaður kom til okkar.

EM í handbolta karla fer af stað í næstu viku. hvernig verður þessu háttað hér á RÚV? Einar Örn Jónsson veit allt um það.

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur lenti í ótrúlegu ævintýri á dögunum þegar - Rúmbi ryksuguróbót tök völdin á heimili hennar. Málið tengist tveimur tíkum, hundaskít og Rúmba og við fengum söguna.

Um þessar mundir er hálf öld liðin frá því lítil flugvél brotlenti neðst í hlíðum Nónfjalls, skammt fyrir ofan bæinn Hvannstóð í Borgarfirði Eystra. Flugmaðurinn Kolbeinn Ingi Arason sem þá var aðeins 24 ára var einn í vélinni og slapp ómeiddur. Það var stutt viðtal við Kolbein Inga í Morgunblaðinu 6. janúar 1976, daginn eftir slysið og þar lýsti hann því hvernig hann þurfti brjóta framrúðuna til komast út úr vélinni og því þegar maður sem bjó á í grenndinni kom til aðstoða hann. Kolbeinn kom til okkar.

Grímur Sæmundsen lætur af starfi forstjóra Bláa lónsins í vor. Í hans stað hefur Sigríður Margrét Oddsdóttir verið ráðin forstjóri og Grímur verður stjórnarformaður. Grímur hefur verið forstjóri síðan árið 1992 sem telja 33 ár. Það er l langur tími og margt og mikið gerst í millitíðinni. Grímur kom til okkar.

Lögreglan lokaði í kringum jól og áramót afhendingarstöðvum áfengisnetverslana Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar í Kópavogi. Við heyrðum í Arnari Sigurðssyni hjá Sante, sem er ein vín netversluna á landinu og spurðum hann um stöðuna sem er komin upp en lagaleg óvissa þykir vera fyrir hendi.

Útlitið á skíðasvæðum landsins hefur ekki verið með besta móti undanfarið en þó virðist eitthvað vera gerast og skíðasvæðin fyrir austan Stafdalur og Oddskarð hafa þegar opnað svæðin. Við hringdum austur í Oddskarð og heyrðum í Sigurjóni Egilssyni rekstarstjóra.

Frumflutt

7. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,