Síðdegisútvarpið

Eyjar,Bara tala,handboltagreining og bruðl í borginni

Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Þetta bendir Róbert Ragnarsson stjórnsýslufræðingur og fyrrum bæjarstjóri Grindavíkur á, í viðtali á vísi um helgina og bætir við það áhugavert stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki nýta stærðarhakvæmni sína til auka skilvirkni og hagræði. Róbert Ragnarsson kom til okkar.

Við ræddum uppbyggingu í Eyjum, atvinnuhorfur og samgöngumál við Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í þættinum.

Voru allir hér er heimildarmynd um 100 ára sögu framhaldsskólans á Laugum.

Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld og Búi Baldvinsson framleiðandi og Ottó Gunnarsson leikstjóri kíktu til okkar.

Íslenska máltæknifyrirtækið Bara tala kynnti á dögunum norska útgáfu lausnarinnar undir heitinu Bare si det. Opnunarviðburðurinn fór fram í sendiherrabústað íslands í Osló í tengslum við Oslo Innovation week. En hvað þýðir þetta fyrir þennan stafræna íslenskukennara sem er því virðist færa út kvíarnar. Jón Gunnar Þórðarson, stofnandi og framkvæmdastjóri Bara tala kom til okkar.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta keppti tvo leiki við þýska landsliðið á dögunum, fyrri leikurinn tapaðist illa áðan seinni vanst í gær. Þorkell Gunnar Sigubjörnsson handbolta sérfræðingur og íþróttafréttamaður rýndi aðeins í liðið með okkur. þegar rúmir 2 mánuðir eru til næsta stórmót.

Frumflutt

3. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,