Síðdegisútvarpið

Reykjanesbraut, jól í Danmörku, ábendingalína, spil, sundlaugamenning og jól í Árborg

Í dag var breikkun Reykjanesbrautar á 5,3 km kafla frá Krýsuvíkurvegi Hvassahrauni formlega tekin í notkun. Við heyrðum í G. Pétri Matthíassyni upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Eins og margir vita er fátt jólalegra á aðventunni en Kaupmannahöfn. Það er eitthvað sérstakt við dönsku hefðirnar, matinn, skreytingarnar og allt hitt. Halla Benediktsdóttir er umsjónarmaður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn hún var á línunni þaðan.

Ábendingalína var rekin á vegum Barnaheilla, þar til fyrir um tveimur árum, í samstarfi við lögreglu. Því miður hefur engin ábendingalína verið opin síðan. Hins vegar er fyrirhugað setja slíka á stofn á næsta ári og sótt hefur verið um Evrópustyrk fyrir því. Þóra Jónsdóttir lögfræðingur hjá Netvís fór yfir þetta mál með okkur.

Margir elska spila spil um jólin og borðspil eru eitthvað sem nátengt er jólahefðum á Íslandi. En hvaða spil eru vinsælust þessi jól og hverju mæla sérfræðingarnir með? Þau Linda Rós Ragnarsdóttir og Þorlákur Lúðvíksson frá Spilavinum komu í spilaspjall.

Í dag bárust fréttir af því íslensk sundlaugamenning hafi verið staðfest á skrá Unesco yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Hvað þýðir þetta og hvernig er ferlið við komast á listann og hvað tekur þá við? Vera Illugadóttir fór yfir þetta með okkur.

Og það er ekki nóg heyra af aðventu og jólaundirbúningi í Köben, við heyrðum líka af jólaundirbúningi í Árborg. Hera Fjölnisdóttir sem er verkefnisstjóri menningar og miðlunar í Árborg var á línunni.

Frumflutt

11. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,