Síðdegisútvarpið

UFO101, Edda Björgvins, Samhjálp og ferðasjóður íþróttafélaga aukinn

Eins og kunnugt var Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni lokað þann 1. október sl. Og kaffistofan er tímabundið í Fíladelfukirkjunni Hátúni 2.  Við heyrum í framkvæmdastjóra Samhjálpar Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur í þættinum og spyrjum út í gang mála hjá Samhjálp.

Atli Steinn Guðmundsson fréttaritari okkar ytra segir okkur fréttir frá Noregi og víðar.

Meirihluti fjárlaganefnar lagði til á milli fyrstu og annarar umræðu fjárlaga 2026 framlag ríksisvaldins í ferðasjóð íþróttafélaga verði hækkað um 100 milljónir.  Þessi tillaga meirhluta nefndarinnar var ein af mörgum  breytingartilögum sem samþykkt var á Alþingi síðasta föstudag lokinni annarri umræðu um fjárlögin.  Einn af þeim sem er ánægður með þessi tíðindi er Hannes S. Jónsson framkvæmdastjóri KKÍ og varaþingmaður Samfylkingarinnar í Norðvestur kjördæmi og við fáum hann til okkar á eftir.

Edda Björgvinsdóttir er föstudagsgestur okkar en eins og kunnungt er hefur Edda verið á skjánum hjá okkur á RUV undanfarna sunnudaga og segist aldrei á ferlinum hafa fengið önnur eins viðbrögð.

Við erum ekki ein! Jörðina heimsækja reglulega gestir utan úr geimnum sem búa yfir langtum þróaðri tækni en við mannfólkið. Þessar heimsóknir skilja eftir sig spor. Fjöldi fólks hefur sagt frá samskiptum við aðkomnar verur. Enn fleiri eru til vitnis um geimverur hér á jörð en óttast stíga fram og segja frá reynslu sinni. Þetta segir á bókakápu nýrrar bókar sem heitir UFO101 og er eftir Gunnar Dan hann kemur til okkar.

Frumflutt

9. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,