Síðdegisútvarpið

Andrés ekki prins,skemmtilegt fólk,lifandi tónar og spurt er,er rappið dautt?

Veðrið hefur leikið okkur grátt undanfarið. Og við veltum fyrir okkur hvernig hafi gengið í umferðinni og hvernig stemningin í miðbæ Reykjavíkur en við sendum Sigga Gunnars út af örkinni og hann talaði meðal annars við eiganda Kokku á Laugaveginum.

Karl Bretakonungur ákvað í gær svipta Andrés Bretaprins prinstitlinum vegna meintra kynferðisbrota hans. Andrés verður héðan í frá þekktur í sínu heimalandi sem Andrés Mountbatten Windsor en ekki Andrés prins. Við ætlum hringdum til Bretlands í Ingu Lísu Middleton og spurðum hana um hvernig breska þjóðin bregst við þessum fréttum og hvernig fjallað hefur verið um málið í bresku pressunni.

Undirbúningur fyrir hrekkjavökuna er á lokametrunum um allt land. Vinsældir hrekkjavökunnar aukast með hverju árinu og leggur fólk æ meiri metnað í búninga sína. Það er brjálað gera hjá verslunareigendum þessa dagana og á línunni hjá okkur var Valgerður María Gunnarsdóttir, verslunarstjóri Partý búðarinnar.

Eitt óvæntasta söngpar íslenskrar tónlistarsögu, steig fullskapað fram í sviðsljósið á upphafsárum þessarar aldar, eða árið 2005. Gríðarlegur aldursmunur er á parinu en í dag vart sjá hvort þeirra er eldra, svo vel hafa árin leikið eldri helminginn. Þetta eru þau Guðrún Gunnars og Friðrik Ómar

Já, það eru rúm 20 ár frá þessu ÉG SKEMMTI MÉR ævintýri og heldur betur tilefni til fagna tímamótunum með glæsilegum tónleikum í Hörpu þann 31.janúar 2026. Friðrik Ómar og Guðrún Gunnars mættu til okkar.

Rebekka Blöndal og Ari Árelíusi gefa út nýtt lag í dag, Vofa. Þau kíktu í heimsókn með nýja lagið og fluttu skemmtilegt kover í beinni.

Í áratugi hefur spurningin um hvort rokkið dautt gengið á milli manna, eftir síðustu stóru rokksprengju, gruggið, snemma á tíunda áratug síðustu aldar hefur rokktónlist verið minna áberandi á vinsældarlistum heimsins þó vissulega hafi komið rokkgusur hér og þar. er spurt um rappið! Benedikt Freyr Jónsson tónlistarmaður mætti til okkar til ræða stöðuna. Í vikunni var birtur listinn yfir 100 vinsælustu lögin í Bandaríkjunum og í fyrsta skipti síðan í febrúar árið 1990 er ekkert rapplag á topp 40!

Frumflutt

31. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,