Icelandair ætlar að hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar árið 2026. Ástæðan er breyttar forsendur í flugi til Grænlands að sögn forstjóra Icelandair. Við heyrðum í samgöngu - og sveitastjórnarráðherra Eyjólfi Ármannssyni í þættinum og fengum viðbrögð hans við þessari ákvörðun Icelandair.
Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti tillögur sínar á blaðamannafundi fyrr í dag Á fundinum voru Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Björn Ingi Victorsson, formaður hagræðingarhópsins. Við fengum fyrstu viðbrögð frá Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Heimildinni og Konráði S. Guðjónssyni hagfræðingi
Sýningin þetta er Laddi verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld og Siggi skrapp í leikhúsið fyrr í dag en þar stóð yfir æfing á verkinu og hitti Halldór Gylfason og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur leikara í sýningunni.
Vínbúð var opnuð í verslunarkjarnanum Norðurtorgi í morgun. Þar með var versluninni í miðbænum lokað og þetta hefur fallið misvel í kramið hjá íbúum fyrir norðan. Við ætlum að heyra í Sigrúnu Ósk Sigurjónsdóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR og spyrja hana út í ástæður þessarar ákvörðunar og við hringdum líka í einn reyndasta kaupmann Akureyrar Ragnar Sverrisson.
Svo fengum við konu sem heitir Hafdísi Huld Björnsdóttur en hún elskar að sofa í tjaldi og gerir það oftar en mörg okkar hinna.
Hver er vinsælasti öskudagsbúningurinn í ár því svaraði Valgerður Gunnarsdóttir verslunarstjóri í Partýbúðinni það gerum við með því að hringja í Partýbúðina. Einn af vinsælli búningunum er VÆB búningurinn og þeir Matthías Daði og Hálfdán Helgi Matthíassynir komu í stutta heimsókn.
Við kynntum líka það sem boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins.
Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fréttamaður leit til okkar með það helsta utan úr heimi.