Síðdegisútvarpið

Hagræðingatillögur,vinsælasti öskudagsbúningurinn og Laddi

Icelandair ætlar hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar árið 2026. Ástæðan er breyttar forsendur í flugi til Grænlands sögn forstjóra Icelandair. Við heyrðum í samgöngu - og sveitastjórnarráðherra Eyjólfi Ármannssyni í þættinum og fengum viðbrögð hans við þessari ákvörðun Icelandair.

Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar kynnti tillögur sínar á blaðamannafundi fyrr í dag Á fundinum voru Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Björn Ingi Victorsson, formaður hagræðingarhópsins. Við fengum fyrstu viðbrögð frá Aðalsteini Kjartanssyni blaðamanni á Heimildinni og Konráði S. Guðjónssyni hagfræðingi

Sýningin þetta er Laddi verður frumsýnd í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld og Siggi skrapp í leikhúsið fyrr í dag en þar stóð yfir æfing á verkinu og hitti Halldór Gylfason og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur leikara í sýningunni.

Vínbúð var opnuð í verslunarkjarnanum Norðurtorgi í morgun. Þar með var versluninni í miðbænum lokað og þetta hefur fallið misvel í kramið hjá íbúum fyrir norðan. Við ætlum heyra í Sigrúnu Ósk Sigurjónsdóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR og spyrja hana út í ástæður þessarar ákvörðunar og við hringdum líka í einn reyndasta kaupmann Akureyrar Ragnar Sverrisson.

Svo fengum við konu sem heitir Hafdísi Huld Björnsdóttur en hún elskar sofa í tjaldi og gerir það oftar en mörg okkar hinna.

Hver er vinsælasti öskudagsbúningurinn í ár því svaraði Valgerður Gunnarsdóttir verslunarstjóri í Partýbúðinni það gerum við með því hringja í Partýbúðina. Einn af vinsælli búningunum er VÆB búningurinn og þeir Matthías Daði og Hálfdán Helgi Matthíassynir komu í stutta heimsókn.

Við kynntum líka það sem boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins.

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fréttamaður leit til okkar með það helsta utan úr heimi.

Frumflutt

4. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,