Síðdegisútvarpið

Óveður í Skotalandi, fréttir frá Grænlandi, Fannar bæjarstjóri í Grindavík og mest lesnu svörin á Vísindavefnum 2025

Við tókum stöðuna á óveðrinu sem geysar í Skotlandi en þar eru um 100 þúsund heimili rafmagnslaus

Kristín Hannesdóttir, arkitekt, listakona og fyrrverandi ræðismaður sem hefur búið í Skotlandi í 58 ár var á línunni.

Magnús Eiríksson, texta-og lagahöfundur, lést í dag. Við minntumst hans með smá samantekt sem Ólafur Páll Gunnarsson tók saman fyrir okkur.

Hallgrímur Indriðason fréttamaður er í vinnuferð á Grænlandi hann var á línunni með tíðindi þaðan.

Hvaða svör skyldu vera mest lesnu svörin á Vísindavefnum á árinu 2025? Jón Gunnar Þorsteinsson er ritstjóri Vísindavefsins hann kom til okkar í Síðdegsiútvarpið í dag.

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur verður föstudagsgesturinn okkar. Hann stendur á tímamótum þar sem hann hættir sem bæjarstjóri í Grindavík í vor, þá verður hann 69 ára á árinu. Við litum yfir farinn veg með Fannari og horfðum líka til framtíðar.

Við fengum ábendingu um færslu sem Agnes Erlingsdóttir setti á FB síðu sína um áramótaheit sem hún setti sér um áramótin 2024-2035 en það var lesa 25 bækur á nýja árinu. Ári áður hafði hún lesið 4. Markmiðið tókst og hefur Agnes setti sér enn hærra markmið ? En hvert skyldi það vera ? Við fengum vita það í Síðdegisútvarpinu í dag.

Breytingar hafa orðið á dagskránni hér á Rás 2 á nýju ári. Til mynda er kominn nýr dúett í Morgunútvarpið, þau Guðrún Dís og Atli Fannar. En það eru fleiri breytingar. Til mynda hefur Doddi færst sig úr Síðdegisútvarpinu og skipt við Rúnar á sunnudögum. Sportrásin snýr aftur á sunnudaginn með Dodda og Gunnlaugi Jónssyni sem sérstökum aðstoðarmanni en hvernig verður Sportrásin? Doddi, Þórður Helgi og Gunnlaugur Jónsson mættu til okkar.

Frumflutt

9. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Hrafnhildur Halldórsdóttir, Rúnar Róbertsson og Margrét Marteinsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,