Á föstudaginn birtist frétt á mbl.is unnin úr Dagmála þætti sem er að finna á síðunni. Þar láta gamminn geisa alþingismennirnir Þórarinn Ingi Pétursson og Jens Garðar Helgason. Rætt var meðal annars um matarmenninguna á Alþingi. Setningin: „Er ekki best bara að fara 'all-in' og taka svo bara góða ermi eftir áramót.“ sem Jens Garðar mælir í spjallinu, fór ekki vel í Sólveigu Sigurðardóttur, sem er formaður Samtaka fólk með offitu. Hún segir að það þurfi meiri fræðslu með offitu ef þetta er grín dagsins. Sólveig kom okkar.
Listamaðurinn Tolli Morthens hefur lengi látið sig málefni fanga varða, og hefur síðustu ár ásamt hópi öflugra einstaklinga, leitt verkefnin Batahús og Bataakademíuna. Batahúsin eru úrræði fyrir fólk sem er að koma út í lífið eftir afplánun og að miklu leiti rekin fyrir styrki frá einstaklingum og fyrirtækjum í gegnum Sollusjóð. Í vor tóku Tolli og Flatbakan höndum saman í fjáröflun fyrir sjóðinn með átakinu kærleikspizzan, en í tengslum við það málaði Tolli Kærleikspizzu og voru prentuð 10 eintök af henni til að selja til styrktar verkefnisins, og leita nokkur þeirra að góðu heimili. Tolli kom til okkar.
Tónlistarmönnum leist mörgum ekki á blikuna þegar upp komst að hljómsveitin The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur á innan við mánuði og nýtur töluverðra vinsælda væri að öllum líkindum er ekki til og sköpuð alfarið af gervigreind. Bubbi Morthens sagði meðal annars að það væri óveður í aðsigi í tónlistarbransanum, en það eru ekki allir sammála að gervigreindin sé svo slæm. Tónlistamaðurinn Geir Ólafs kom til okkar.
Það ráku margir upp stór augu þegar fréttir bárust af því að það væri verið að innkalla geislavirka límmiða sem voru seldir á þeim forsendum að þeir vernduðu gegn 5G geislun. En þetta eru ekki einu geislavirku vörurnar sem hafa verið seldar til heilsubótar. Gísli Jónsson frá geislavörnum ríkisins kom til okkar.
Heimsmeistarakeppnin í dönsum hófst á föstudaginn í Burgos á Spáni. Þar eru nú staddir fjöldi íslenskra keppenda ásamt fjölskyldum og fylgdarliði. Við hringdum í Helgu Ástu Ólafsdóttur, sem er skólastjóri Danskompaní en hún er með stóran hóp dansara í keppninni.