Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið í beinni úr Nauthólsvík

Síðdegisútvarpið 19. maí

Við vorum á sumarlegum nótum í dag í Síðdegisútvarpinu og sendum beint frá Nauthólsvíkinni í Reykjavík.

Davíð Þorláksson er framkvæmdastjóri betri samgangna ohf. en er allt komið á fullt við smíði nýrrar brúar yfir Fossvog. Við ræddum við hann um þetta risavaxna verkefni.

Svo er það sólin og varnir gegn henni. Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir kom til okkar í þáttinn í dag.

Óli Þór Árnason veðurfræðingur ræddi við okkur um veðrið og stöðuna næstu daga.

Við hringdum til Cannes í Frakklandi en Saga Garðarsdóttir er á heimleið eftir hafa baðað sig á rauða dreglinum í borginni en hún leikur aðalhlutverkið í kvikmynd Hlyns Pálmasonar sem ber heitið Ástin sem eftir er og var heimsfrumsýnd þar um helgina.

Við spjölluðum við Jóhann Hlíðar Harðarson sem býr og starfar á Spáni og fengum nýjustu fréttir þaðan.

Margrét Leifsdóttir og Guðrún Tinna stundar sjósund og þær komu til okkar og skelltu sér til sunds með Sigga og Hrafnhildi.

Lagalisti:

Celeb og Sigríður Beinteinsdóttir - Þokan.

Ed Sheeran - Azizam.

Páll Óskar - Betra Líf.

Helgi Björnsson & Ragnhildur Steinunn - Sumarást.

Áhöfnin á Húna - Sumardagur.

Pálmi Gunnarsson - Hvers vegna varst'ekki kyrr?

Stefán Hilmarsson og Milljónamæringarnir - Lúðvík.

DJ Jazzy Jeff and The Fresh Prince - Summertime.

Joe Cocker - Summer in the city.

Bjarni Arason - Þegar sólin sýnir lit.

Frumflutt

19. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,