1605 Forsætisráðherra Íslands fundaði í dag með leiðtogum ESB í Brussel í dag um tollamál og tilraunir Íslands til að komast undan mögulegum mótaðgerðum Evrópusambandsins vegna tollahækkana Bandaríkjamanna Björn Malmquist hefur fylgst með málunum í Brussel og við heyrum í honum.
1620 Við rákumst á pistil Jónasar Más Torfasonar lögfræðings um mál málanna þessa dagana, veiðigjöldin og fyrirhugaðar breytingar á þeim, þar ræðir Jónas um fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu og útskýrir í máli sínu hvernig þjóðin hefur klofnað í tvær fylkingar. Við ætlum að heyra í Jónasi í þættinum og heyra hans sýn á breytingu á veiðigjöldum.
1640 Kristín Sól Ólafsdóttir er róbótahugbúnaðarverkfræðingur hjá F&P Robotics Sviss, þar sem hún starfar við að hanna og þróa róbóta fyrir umönnunarstörf. Við ætlum að fá Kristínu til okkar til að segja okkur frá því hvar þessi þróun er stödd það er notkun róbóta í umönnun.
1700 Í þáttaröðinni Adolescence er saga hins þrettán ára gamla Jamie Miller sögð. Í þáttunum er Jamie handtekinn fyrir morð og færður til yfirheyrslu þar sem hann segir endurtekið að hann hafi ekkert gert en sönnunargögn segja annað. Þættirnir hafa slegið áhorfsmet hjá Netflix og vakið gríðarlega athygli fyrir persónusköpun,handritsskrif en líka kvikmyndatök. Í nýlegu bréfi sem barst til skólastjórnenda á Íslandi frá embætti landlækni er ekki talin ástæða til að þessir þættir eða annað sambærilegt efni sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Ingibjörg Guðmundsdóttir er verkefnastjóri Heilsueflandi skóla,
1720 Skarpar lækkanir á heimsmarkaðsverði á hráolíu, bensíni og dísilolíu gætu verið til marks um að aðilar á markaði sjái fyrir sér kreppuástand á næstunni segir í nýlegri frétt á mbl. Is. Þórður Guðjónsson er forstjóri Skeljungs en hann er vægast sagt uggandi varðandi áhrif skattahækkana Trums. Hann er einmitt staddur í Bandaríkjunum um þessar mundir og við heyrum í honum þaðan.
Og meira af tollum og Trump - við ætlum að ræða þessi mál við Konráð S. Guðjónsson hagfræðing sem kemur til okkar í þáttinn.
og svo er það hvort Akureyri verður skilgreind sem borg - Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri verður á línunni