Jóhannes Kr. Kristjánsson fjölmiðlamaður hefur verið á vettvangi bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi undanfarna mánuði og gert um það þáttaröð sem nefnist Á vettvangi og er unnin fyrir Heimildina. Í þáttunum er hægt að fylgjast með starfsemi bráðamóttökunnar, þar sem líf og heilsa einstaklinga er undir. Jóhannes kíkti til okkar í þáttinn.
„Það getur verið frekar þreytandi að hlusta á fólk tala um málefni trans barna og ungmenna - sérstaklega þegar að fólk virðist misskilja upplifun þeirra algjörlega, og heldur jafnvel fram rangfærslum eða ósannindum.“ Svona hefst pistill Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur kynjafræðingings og rithöfundar og fyrrverandi formanns Trans Ísland sem hún ritaði á Facebook í gær og vísar hún þar í orð Heiðars Guðjónssonar, hægfræðings og fjárfestis sem var gestur Vikulokanna á Rás 1 á laugardag ásamt Katrínu Ólafsdóttir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík og Jónasar Más Torfasonar, lögfræðings og formanns Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Umræðan í þættinum spratt upp úr umræðum af fréttum sem bárust í síðustu viku um að fimmtungi drengja sé illa við feminsta, vegan fólk og trans fólk. Við ætlum heyrðum í Uglu í þættinum.
Fyrir helgi var greint frá því að berklar hefðu greinst á Fáskrúðsfirð. Nokkrum dögum áður hafði komið upp smit í einu af gistiskýlum borgarinnar En hvers vegna eru að koma upp berklasmit, hverjir eru útsettir fyrir sjúkdómnum og hvað ber að varast ? Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir ræddi við okkur í Síðdegisútvarpinu í dag.
Hraðar og miklar breytingar hafa verið á hlutabréfamarkaði um heim allan eftir að Donald Trump ákvað að hækka innflutningstolla til Bandaríkjanna. Við fengum til okkar Trausta Hafliðason ristjóra Viðskiptablaðsins til að rýna betur í stöðuna.
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra að verja allt að 725 milljónum króna til stuðnings við bændur sem urðu fyrir tjóni vegna erfiðs tíðarfars á landinu síðasta sumar. Við heyrðum í Trausta Hjálmarssyni formanni Bændasamtaka Íslands.
Góðgerðarpizzan er komin í sölu í 12. skipti. Síðan 2013 hafa safnast 65 milljónir til góðra málefna og að þessu sinni rennur öll salan óskipt til Minningarsjóðs Bryndísar Klöru. Birgir Karl Óskarsson og Iðunn Eiríksdóttir foreldrar Bryndísar Klöru ræddu við Síðdegisútvarpið.