Síðdegisútvarpið

Skíðastökksgallarnir,tóbaksvarnir,Melodifestivalen og biðlistar á leikskóla

Allir verðlaunahafar Noregs á HM í skíðastökki sem lauk um helgina í Þrándheimi sæta rannsókn vegna svindls. Gunnar Birgisson fór yfir það með okkur.

Björg Magnúsdóttir fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra skrifaði áhrifamikla og langa færslu á FB um helgina þar sem hún lýsir ástandinu í leikskólamálum borgarinnar. Sonur hennar er 27 mánaða og er ekki kominn með leikskólapláss en samkvæmt nýjustu tölum er hann númer 25 í röðinni í þann leikskóla sem þau völdu sem fyrsta val. Á sama tíma segir í fréttum frá borginni meðalaldur við inntöku í leikskóla 22 mánuðir. Björg kom til okkar og fór yfir þennan vanda sem foreldrar ungra barna í borginni búa við.

Það er fréttavakt á vefnum okkar RÚV.is í þessum töluðu orðum en ástæðan er olíuskip og flutningaskip rákust saman úti fyrir ströndum Bretlands í morgun. Við fylgdumst með því máli með Þorgerði Önnu Gunnarsdóttur fréttakonu.

Úrslit Melodifestivalen réðust um helgina í Svíþjóð en eins og venja er var mikil stemning fyrir keppninni í heimalandinu. Keppnin í ár var spennandi en margir flottir listamenn kepptust um farmiðann til Basel í Sviss þar sem Eurovision fer fram í maí. endingu var það Kaj og Bara bada bastu sem bar sigur úr býtum. Við greindum keppnina og úrslitinmeð Eurovision áhugamönnunum Baldvini Þór Bergssyni og Reyni Þór Eggertssyni.

Í nýjasta tölublaði Læknblaðsins er fjallað um þá staðreynd Ísland býr ekki opinberri stefnum í tóbaksvörnum. Við fengum Jóhönnu Sigríði Kristjánsdóttur hjúkrunafræðing og ráðgjafa krabbameinsfélagsins á höfuðborgasvæðinu til ræða tóbaksvarnir og stefnuleysið í málaflokknum.

Matarhátíðin Food & Fun fer fram í 24. sinn 12. til 16. mars. Sautján gestakokkar taka þátt í hátíðinni í ár og eru fimm þeirra konur. Það er töluverð breyting frá því í fyrra þegar enginn gestakokkur var kona. Siggi fór með tækið og kíkti á veitingastaðinn Mat og drykk á Grandanum.

Einar Mikael kom til okkar en hann hefur verið þrívíddar prenta Íslenskar kirkjur. Einar er vinna í sýningu þar sem kirkjurnar verða til sýnis í vor þar á meðal 3 risa kirkjur Hallgrímskirkja, Akureyrarkirkju og Patreksfjarðarkirkja

Frumflutt

10. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,