Síðdegisútvarpið

Gunni Þórðar áttræður,þrettándagleði og breytt fyrirkomulag Söngvakeppninnar

Hin árlega þrettándagleði ÍBV fer fram í Vestmannaeyjum í kvöld og við hringdum til Eyja og heyrðum í Ólafi Kristjáni Guðmundssyni brottfluttum eyjamanni sem lætur þessa gleði ekki framhjá sér fara.

Andri Guðmundsson sagði okkur stuttlega frá Bransadeginum í Hörpu.

Rúnar Freyr Gíslason framkvæmdastjóri Söngvakeppninnar kynnti breytt fyrirkomulag keppninnar í ár.

Stefnt ef því opna Hlíðarfjall á morgun og við hringdum norður og heyrðum í Stefán Gunnarsson rekstrarstjóri Hlíðarfjalls.

Á morgun verða haldnir tónleikar til heiðurs Gunnari Þórðarsyni í Hörpu í tilefni af áttatíu ára afmæli kappans. Jónatan Garðarsson mætti til okkar í Síðdegisútvarpið og fór yfir stórbrotinn feril Gunnars með okkur.

Frumflutt

3. jan. 2025

Aðgengilegt til

3. jan. 2026
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,