Síðdegisútvarpið

Herjólfur og Kísildals Gummi

Í febrúar opnar í Hörpu Volcano Express en það er glæný upplifun sem veitir einstaka innsýn í eldvirknina og kraftinn sem kraumar undir eldfjallaeyjunni okkar. Gestir munu fara í ævintýraferð úr þægilegu sæti yfir eldvirkustu svæði landsins. Á ferðalaginu finnur fólk fyrir krafti jarðskjálfta, tilfinningu fyrir flugi og falli og finna fyrir hita hraunsins. Þessi sýning hefur verið nokkur ár í undirbúningi og við fengum til okkar Hreiðar Þór Jónsson framkvæmdastjóra sýningarinnar til segja okkur betur frá þessu.

Út er komin bókin Gummi en þar er rakin starfsævi Guðmundar Hafsteinssonar en ferill hans er sannarlega óvenjulegur en hann er líklega Íslendingur sem hefur náð lengst á framabraut í tæknigeiranum í Kísildal í Kaliforníu. Það er Snorri Másson, blaðamaður og þingmaður fyrir Miðflokkinn, sem skrifar frásögn Guðmundar og þeir komu báðir í Síðdegisútvarpið.

Bergur Þór Ingólfsson, leikhússtjóri á Akureyri er staddur í borginni og hann kíkti í kaffibolla til okkar og sagði okkur frá því helsta sem um er vera fyrir norðan.

Hinn velklæddi, stresslausi og tónelski Gunni Hilmars róaði okkur með nærveru sinni á seinni klukkutímannum, og ræddi við okkur um tísku, jólastress og komandi jólatónleika Sycamore Tree í Dómkirkjunni.

Í dag eru 65 ár síðan Herjólfur I kom fyrst til Vestmannaeyja. Arnar Sigurmundsson fyrrverandi framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum man þann dag vel. Hann rifjaði upp sögu þessa þarfasta þjóns Vestmannaeyinga.

Frumflutt

12. des. 2024

Aðgengilegt til

12. des. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,