Á glænýrri og uppfærðri heimasíður Skíðasvæðisins í Bláfjöllum stendur : Við fengum ágætis snjó í sumar girðingar í nótt og getum vonandi opnað eitthvað fljótlega. En hvað þýðir fljótlega og hver er staðan ? Einar Bjarnason rekstrarstjóri svaraði því.
Evrópumót karlalandsliða í handbolta hefst 15. Janúar næstkomandi, mótið fer fram í Svíþjóð og Danmörku. Ísland hefur leik í riðlakeppni við Ítalíu 16. Janúar síðan er það Pólland 20. janúar og loks Ungverjaland 22. janúar. Tvö lið komast svo áfram í milliriðil í Malmö. Einar Örn Jónsson íþróttafréttamaður kíkti á okkur í dag, skoðar hópinn og mótið framundan.
Þjóðfræðingafeðginin Dagrún Ósk Jónsdóttir og Jón Jónsson kíkja í Síðdegisútvarpið í dag. Þau gefa út bók nú fyrir jólin um næstum því gleymdar sögur um íslensku jólafólin. Bókin ber yfirskriftina: Gömlu íslensku jólafólin: fróðleikur og ljótar sögur. Þau sögðu okkur kannski nokkrar ljótar jólafólasögur
Og meira um bækur, Síungir karlmenn, er bók sem félagarnir, Sævar Kristinsson og Karl Friðriksson vorum að gefa út.
Í bókinni eru 45 hugleiðingar og ráð til að fá lesendur af stað , (sleppa fjarstýringunni) og njóta líðandi stundar.
Sævar og Karl kíktu í kaffi til okkar í dag.
Raddbandafélag Reykjavíkur tekur þátt í Jólaborginni 2025 með þremur pop-up jólatónleikum á götum og torgum miðborgarinnar til að koma gestum og vegfarendum í gott jólaskap. Félagið kom til okkar í dag og kom okkur í gott jólaskap