Síðdegisútvarpið

Jóhann Hlíðar frá Spáni, Góðgerðarverkefnið hjálparkokkar og Ungi maðurinn og eldhúsverkin

Við lásum í fréttum í vikunni um foreldrar ungra manna sem borgað hafa Íslendingi margar milljónir eftir loforð um þeir yrðu ríkir með gervigreindarmarkaðssetningu hafi miklar áhyggjur af sonum sínum. Nýjasta útspil mannsins er sala á myllumerkjum, sem hann segir fólk geta grætt fúlgur fjár á. Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netvís Netöryggismiðstöðvar Íslands kom til okkar og fræddu okkur um hvað þarna er á ferðinni.

Jóhann Hlíðar Harðarson fréttaritari okkar á Spáni verður í beinni hjá okkur á eftir og það er eitthvað sem segir okkur pistill hans í dag var einstaklega jólalegur.

Hildur Oddsdóttir og Birna Kristín Sigurjónsdóttir standa á bak við góðgerðarverkefnið Hjálparkokka, sem hjálpar foreldrum í erfiðri stöðu gefa börnum sínum jólagjafir og litlar gleðigjafir á aðventunni. Þetta eru fjölskyldur sem lifa við sára fátækt veruleika sem þær þekkja sjálfar og margir sjálfboðaliðanna líka.

Bókin Ungi maðurinn og eldhúsverkin kallast á við eina mest lesnu og ástsælustu bók íslenskrar bókmenntasögu, Unga fólkið og eldhússtörfin eftir Vilborgu Björnsdóttur og Þorgerði Þorgeirsdóttur, sem fyrst kom út árið 1975. Með klassískum uppskriftum og hugleiðingum um vellíðan og hollustu beinir höfundurinn Einar Guðmundsson sjónum unga manninum og veltir því fyrir sér hvort samvera í eldhúsinu og rólegt droll yfir eldhúsverkunum geti verið einmitt það sem þarf. Einar kom til okkar.

Annað kvöld mun hljómsveitin Dikta halda sína árlegu jólatónleika og koma fram í fyrsta sinn í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hljómsveitin kíkti í Síðdegisútvarpið í spjall, spé og spilerí

Frumflutt

17. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,