Síðdegisútvarpið

Gugga í gúmmíbát,Gulli Helga og 80 ára rafíþróttakona

Áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir eða Gugga í gúmmíbát kom til okkar og tilefnið var ærið en hún er byrja með nýjan þátt á Vísi.

Við rákum augun í frétt í vikunni um rafíþróttir og það sem vakti athygli okkar var þetta voru rafíþróttir fyrir eldri borgara, sem eru venjulega ekki þeir fyrstu sem koma upp í hugann þegar minnst er á þetta sport. Við vorum með rafíþróttarkonuna Guðnýju Þorvaldsdóttur á línunni hjá okkur í þættinum.

Föstudagsgestur okkar þessu sinni var Gulli Helga þúsundþjalasmiður og fjölmiðlamaður. Hann kíkti á okkur í kaffibolla og með því, og við ræddum sjónvarpsseríuna Gulli Byggir, jólaseríuuppsetningu og pizzubakstur.

Við tókum stöðuna í miðborg Reykjavíkur strax loknum fimm fréttum og settum okkur í samband við okkar allra besta Sigurð Þorra Gunnarsson sem ræddi við Sindra og Rakel um Airwaves.

Stefán Atli Rúnarsson kom til okkar á sjötta tímanum með alls konar áhugaverðar fréttir úr heimi gervigreindarinnar.

Frumflutt

7. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,