Síðdegisútvarpið

Bjórbræður,drami í Ungfrú alheimi og Grettirs danska bingó

Í Háskóla Íslands eru rúmlega sjöhundruð erlendir nemendur í íslensku sem öðru máli. Þetta þykir okkur mjög áhugavert og leikur forvitni á vita meira. Brynja Þorgeirsdóttir lektor í íslenskum bókmenntum veit allt um málið og hún kom til okkar.

Allt leikur á reiðiskjálfi í herbúðum fegurðasamkeppninnar Ungfrú alheimur sem fram fer í Thailandi. Draminn í kringum keppnina hefur ekki dulist þeim sem fylgjast náið með fegurðasamkeppnum en við hér heima höfum ekki fengið mikið veður af þessu. Magnús Jochum Pálsson blaðamaður á vísi skrifaði góða grein um málið í dag og hann var á línunni hjá okkur.

Jólabjórinn kemur í dag jólabjórinn kemur í dag og í ár verða 90 tegundir jólabjórs til sölu í Vínbúðunum, ef allar vörur skila sér frá framleiðendum í hillur verslana. Bjóráhugamennirnir og bjórbræðurnir Sveinn Waage og Stefán Pálsson rýndu í sendinguna.

Grettir Einarsson er grínisti og leikari hefur verið búsettur í Noregi síðustu 15 ár. Grettir er á leið til Íslands með sýninguna sína Grettirs danska bingó sem hefur verið vinsæl í Noregi og þá sérstaklega í Osló. Grettir kom til okkar nýlentur og sagði okkur frá sýningunni auk þess sem við spurðum hann um búsetuna í Noregi.

Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar kom til okkar í þáttinn. Og tilefnið er auðvitað sala neyðarkallsins sem hófst í gærmorgun.

Allir með leikarnir verða haldnir í Laugardalshöll á laugardaginn. Leikarnir eru ætlaðir fyrir börn með fatlanir á grunnskólaaldri. Markmið þeirra er kynna íþróttir fyrir börnum með fatlanir á þessum aldri og gera íþróttirnar og verkefnið sýnilegra í samfélaginu. Valdimar Gunnarsson, verkefnastjóra Allir með hjá Íþróttasambandi fatlaðra kom til okkar og við ræddum íþróttaiðkun fatlaðra barna.

Frumflutt

6. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,