Síðdegisútvarpið

Naglinn um einmanaleika og er Geir Ólafs Maiah Carey?

Lokunardagar leikskóla vegna manneklu eru tífalt fleiri í leikskólum Reykjavíkurborgar samanborið við önnur fjölmenn sveitarfélög. Á haustönn 2024 voru 1,3 lokunardagar á hvert barn í borgarreknum leikskólum en 0,13 dagar meðaltali í leikskólum annarra sveitarfélaga. Úttekt Viðskiptaráðs á lokunardögum bendir til þess vandinn útbreiddur og hafi víðtæk áhrif. Til okkar kom Gunnar Úlfarsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.

Sjónvarpskonan Helga Arnardóttir hefur unnið þáttunum Blóðböndum undanfarið ár og er komið stóru stundinni því Blóðbönd koma inn á efnisveituna Sýn+ í dag. En um hvað er fjallað í þáttunum og hefur umfjöllunarefnið verið Helgu hugleikið lengi?

Er Geir Ólafs Mariah Carey Færeyja? Aríel Pétursson kemur til okkar og útskýrir þessa spurningu og segir okkur sögu frá Færeyjum

Koda, systursamtök STEFs í Danmörku, hafa formlega höfðað mál á hendur „Suno“, einu þekktasta gervigreindartónlistarfyrirtæki heims um þessar mundir. Byggir lögsóknin á því, skýr sönnunargögn bendi til þess, fyrirtækið hafi í leyfisleysi og endurgjaldslaust notað höfundaréttarvarða danska tónlist við gervigreindarþjálfun og framleiðslu tónlistar, sem fyrirtækið þiggi greiðslu fyrir frá notendum. Koda telur um algjört „prinsippmál“ ræða, þar sem fyrirtækið brjóti í senn á höfundarétti tónhöfunda og geri þá féþúfu. - Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs kom til okkar.

Ragga Nagli kíkti til okkar og ræddi við okkur um einmanaleika.

Íslensku menntaverðlaunin verða sýnd á RÚV í kvöld en en markmið verðlaunanna er vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla og frístunda starfi og auka veg menntaumbóta. Til okkar komu Ingvar Sigurgeirsson og Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir og ræddu við okkur um menntamál og mikilvægi þess verðlauna fyrir það sem vel er gert.

Frumflutt

5. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Þórður Helgi Þórðarson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,