Síðdegisútvarpið

Veður og færð, spennumyndin Víkin og meðferð við offitu

Færðin hefur verið slæm í höfuðborginni eftir veðurhvellinn á þriðjudaginn og umferðartafir miklar en á morgun á hlýna Hjalti Guðmundsson - Sviðstjóri hjá Reykjavíkurborg var á línunni

Eins og við sögðum áðan þá á hlýna duglega á morgun og bæta nokkuð í vind, við heyrðum í Kristínu Hermannsdóttur veðurfræðingi

Félag fagfólks um offitu boðar til ráðstefnu á morgun fyrir heilbrigðisstarfsfólk þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um nýjustu þekkingu á offitu, ýmsa vinkla tengda forvörnum og meðferð við offitu.  Þær Gréta Jakobsdóttir formaður FFO og næringarfræðingur við og

Sigrún Kristjánsdóttir, (gjaldkeri FFO), ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur komu til okkar.

Hjón sem áætla njóta friðsællar dvalar í einkabústað sínum fjarri öllum skarkala eru þess í stað tekin í gíslingu af bandarískum ferðamanni sem er sannfærður um maðurinn í raun faðir hans.  Í kjölfarið hefst barátta upp á líf og dauða.  Svona hljómar kynningartexti nýrrar bíómyndar sem frumsýnd verður í kvöld - Leiksjóri handritshöfundur og framleiðandi myndarinnar er Bragi Þór Hinriksson hann kom til okkar og ásamt Margréti Ákadóttur einni af aðalleikurum myndarinnar

Í nýlegri grein í tímaritinu Forbes er fjallað um hvernig Reykjavíkurborg hefur náð árangri í stafrænni umbreytingu í þjónustu og stjórnsýslu.  Greinin heitir "What Every City Can Learn From Reykjavík’s Digital Transformation”, Óskar Sandholt er sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs Reykjavíkurborgar hann kom til okkar og sagði okkur frá starfrænni Reykjavík.

Í dag var haldið Nýsköpunarþing en það eru Nýsköpunarsjóðurinn Kría, Rannís, Hugverkastofan og Íslandsstofa sem stóðu þinginu.  Í kjölfarið voru nýsköpunarverðlaun Íslands 2025 afhent og vinningshafinn kemur til okkar beint úr athöfninni. IMAS® snjallsiglingakerfi Hefring Marine nýtir gervigreind og rauntímagögn til bæta öryggi, eldsneytisnýtingu og rekstur skipa og báta. Framkvæmdastjórinn Karl Birgir Björnsson var á línunni.

Byggðahátíðin Dagar myrkurs, stendur yfir á Austfjörðum en hátíðin hófst formlega sl. mánudag.  Dagskráin er fjölbreytt og mestu heimatilbúin - við slóum á þráðinn austur og heyrðum í  Halldóru Dröfn Hafþórsdóttur sem er verkefnisstjóri hátíðarinnar

Frumflutt

30. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,