Síðdegisútvarpið

Bilunin í álveri Norðuráls, Takk Vigdís og Emiliana Torrini í heimildarmynd

Bilun hjá álveri Norðuráls á Grundartanga hefur orðið til þess draga þarf framleiðslu saman um tvo þriðju. Óvíst er hversu lengi það varir. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir bilunina hafa áhrif á allt þjóðarbúið og hann er hingað kominn.

Í dag, kl. 17:00, verður haldin afmælishátíð í Stapanum, Njarðvík, til minnast þess 60 ár eru liðin frá því húsið var fyrst tekið í notkun.

Þetta verður hátíðleg stund þar sem bæði verður litið til baka yfir sögu hússins og framtíðinni fagnað.

Tómas Young - Framkvæmdastjóri Hljómahallarinnar verður á línunni en Stapinn er hluti af Hljómahöllinni í dag

16:25 Þann 7. nóvember næstkomandi verður frumsýnd heillandi heimildarmynd „The Extraordinary Miss Flower“ - Hin einstaka fröken Flower - með Emilíönu Torrini, í kvikmyndahúsum á Íslandi.Í „Hin einstaka fröken Flower“ er mögnuð saga Geraldine Flower heitinnar vakin til lífsins eftir ferðataska fannst við andlát hennar.

16:40

Mánaðarskýrsla HMS fyrir október 2025 er komin út. Í skýrslunni kemur meðal annars fram fasteignamarkaðurinn er kaupendum í vil þessa stundina, mati fasteignasala og leigumarkaðurinn er stærri en fyrri búsetukannanir HMS hafa gefið til kynna. Við ætlum Jónas Atla Gunnarsson sérfræðing hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun til fara yfir það allt það helsta í októberskýrslunni hér á eftir.

1700 Halla Hrund Logadóttir

Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknarflokksins er leggja fram þingsályktun og breytingartillögu við fjárlagafrumvarpi’ sem snúa báðar því hvernig efla íslenskukennslu og kunnáttu. Önnur tillaga snýr því hvernig á bæta fjármögnun í kennslu og hin snýr því efla starf eldri borgara sem það kjósa og virkja þá í vinnu við samtalsþjálfun. Halla kemur til okkar í dag og segir okkur betur frá.

1725 Takk Vigdís

Á morgun verður sýndur þáttur sem heitir Takk Vigdís - en það er þáttur um Vigdísi Finnbogadóttur þar sem rætt er við samstarfsfólk vini og kunninga Vigdísar um forsetatíð hennar. Þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson eiga veg og vanda gerð myndarinnar og þær koma til okkar í dag.

Á morSteinunn Jónsdóttir og Ragnheiður Thorsteinsson.

17:40 Breiðablik mætir finnsku meisturunum í KuPS í 2. umferð í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu á Laugardalsvelli klukkan 16:45 í dag.

Ólafur Ingi Skúlason mun stýra Blikum í fyrsta sinn, en hann tók við liðinu af Halldóri Árnasyni sem var látinn taka poka sinn aðeins tveimur mánuðum eftir hafa gert langtímasamning við félagið.

Frumraun Ólafs er á hans gamla vinnustað, Laugardalsvelli, en hann þjálfaði áður yngri landslið Íslands við góðan orðstír.

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður er staddur á Laugardalsvelli og segir okkur af stöðunni

Frumflutt

23. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,