Síðdegisútvarpið

Uppruni Skinkunnar og Willum Þór og Skúli Bragi um veðmál á netinu

Við ræddum netöryggi í þættinum. Þegar Halla forseti fór í opinbera ferð til Finnlands á dögunum voru ma. með í sendinefnd fulltrúar frá Netöryggisfrirtækinu Key Strike. Þar var áhersla lögð á dual-use tækni sem er tvíhliða tækni sem nýtist bæði til vernda borgaraleg og hernaðarleg skotmörk í stríði. Við ætlum forvitnast betur um dual use tækni og netöryggi sem er risastór hluti af varnarviðbragði Norðurlandaþjóða og Evrópu almennt. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá Key Strike kom til okkar.

Fyrir nokkrum árum lagðist Ingunn Lára Kristjánsdóttir í mikla rannsóknarvinnu til fræðast meira um þessa tegund mannskeppnunar, Skinkuna. En hver er staðan í dag? Ingunn kom í heimsókn.

Það styttist í stóra daginn á föstudag en þá verður þess minnst á 50 ár eru liðin frá stóra kvennaverkfallinu 1975. Undirbúningur fyrir stóra daginn er í fullum gangi og við heyrðum í Ingu Auðbjörgu sem er verkerfnastýra Kvennaverkfalls.

Líkt og kom fram í Kveiksþætti gærkvöldsins virðist svo vera íslendingar eyði tugum milljarða í veðmál á erlendum og ólöglegum veðmálasíðum í ár Þetta er mat bandarísks fyrirtækis sem sérhæfir sig í veðmálamarkaðnum. Síðurnar hafa ekki leyfi til starfa hér en hafa samt gert það árum saman án vandkvæða. En hvernig eru reglurnar í kringum þessi mál þegar kemur íþróttahreyfingunni og hvernig er hægt berjast gegn þessu ? Þeir Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ og Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netvís komu til okkar í dag.

Það stendur yfir fimleikaveisla á Ruv en HM í fimleikum ér í gangi. Dagur Kári Ólafsson var í dag fyrstur Íslendinga til keppa í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum og við ræddum við Guðmund Brynjólfsson þjálfara og aðalmanninn hjá okkur á ruv sem lýsir keppninni í beinni.

Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, sat heimsþing raddheyrenda í Prag um miðjan október. Á þinginu var fólk sem heyrir raddir, sér sýnir eða hefur haft aðrar óhefðbundnar upplifanir, aðstandendur og fagfólk víða úr heiminum, Svava kom til okkar og ræddi raddheyrendur.

Frumflutt

22. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,