Nokkur óvissa er á fasteignamarkaði eftir að dómur í vaxtamálinu var kveðinn upp í síðustu viku en þá dæmdi Hæstiréttur breytilega vexti Íslandsbanka ólöglega en bankarnir og nokkrir lífeyrissjóðir hafi takmarkað afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dómsins. Páll Pálsson fasteignasali mætti til að ræða við okkur um þessa stöðu sem upp er komin.
Okkar maður á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson var á línunni og sagði okkur frá líkfundi, tímarugli og Spánarmótinu í eggjakökugerð.
Í dag birtist tilkynning fra Sorpu þess efnis að þar á bæ ætli menn að hætta að senda pappír sem safnað er við heimili í sérstaka flokkun erlendis, þar sem slík leið er afar kostnaðarsöm, án teljanlegs árangurs. En hvað þýðir þetta fyrir okkur neytendur og notendur Sorpu – Gunnar Dofri Ólafsson er samskiptastjóri Sorpu hann kom til okkar.
Í dag eða á dögunum komu út splunkuný tónlist frá Sálinni hans Jóns míns, Mannakornum, GCD, Ragnari Bjarnasyni og jafnvel Villhjálmi Vilhjálmssyni á Spotify eða hvað? Þegar neytendur streyma þessum lögum er greinilegt að þessir listamenn sem ég taldi upp koma ekki nálægt tónlistinni. Þarna er greinilega mismerkileg gervigreindar tónlist á ferðinni þar sem fólkið á bak við gjörninginn tekur nöfn listamannana ófrjálsri hendi. Bragi Valdimar Skúlason formaður Félags tónskálda og textahöfunda ræddi þetta mál við okkur.
Út er komin sagan um Heru og Gullbrá, barnabók sem byggir á sönnum atburðum um vináttu hunds og gæsarunga. Það er Marín Magnúsdóttir sem skrifar bókina og hún kom til okkar og sagði okkur frá þessari einstöku vináttu Heru og Gullbrár.
Við kynntum okkur það sem boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins- Kristín Sigurðardóttir einn umsjónarmanna kom til okkar í lok þáttar.