Síðdegisútvarpið

Mæðgin í hálfum járnkarli, hljómsveitin Eva og fréttir utan úr heimi

Við byrjuðum þáttinn í dag á fréttum utan úr heimi. Til okkar kemur Ólöf Ragnarsdóttir fréttamaður.

Hljómsveitin Eva frumsýnir nýtt sviðsverk í Tjarnarbíó í dag sem ber heitið Kosmískt skítamix. Þær komu til okkar þær Sigríður Zophaníasdóttir og Vala Höskuldsdóttir og sögðu okkur frá sýningunni, við heyrðum glænýtt lag með þeim og þær tóku fyrir okkur eina ábreiðu.

Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur síðustu daga ítrekað sagst ekki myndu hika við færa Ólympíuleikana 2028 frá Los Angeles til annarrar borgar í Bandaríkjunum telji hann öryggismálum ábótavant í borginni. Hefur hann vald til þess? Þorkell Gunnr Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður kom til okkar en hann hefur nýverið skrifað grein um málið.

Mæðginin Júlía Þorvaldsdóttir og Kári Steinn Kjartansson tilheyra stórum hópi fólks sem keppir í Járnkarli og hálfum járnkarli í Portúgal á morgun. En hvað fær fimmtuga eiginkonu og móður til taka sig upp og byrja æfa sig í járnkarli sem þykir meira segja leiðinlegt hlaupa ? Við fengum svör við því frá Júlíu í þættinum.

Heimildarmyndin Paradís Amatörsins fjallar um fjóra ósköp venjulega Íslenska menn, af fjórum mismunandi kynslóðum sem allir hafa skrásett líf sitt með vídeómyndavél og sett á Youtube. Janus Bragi kvikmyndagerðarmaður og Tinna Ottesen sem gerðu þessa mynd komu til okkar og sögðuokkur frá myndinni og hvers vegna þau ákváðu ráðast í gerð hennar.

Vegfarendur hafa líklega tekið eftir því en þessa dagana birtast myndir af íslenskri hönnun á skjám á áberandi stöðum á höfuborgarsvæðinu. Ástæðan er stendur yfir kynningarátak um íslenska hönnun og til segja okkur betur frá komu þær Hlín Reykdal skartgripahönnuður og Klara Rún Ragnarsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.

Frumflutt

17. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,