Fyrr í dag féll dómur í Hæstarétti í svokölluðu vaxtamáli sem Neytendasamtökin hófi með skipulagðri málsókn árið 2021 gegn viðskiptabönkunum þremur en dómur féll í málinu gegn Íslandsbanka og bankinn sýknaður í öllum liðum nema einum. Til okkar komu Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna og Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður til að ræða niðurstöðuna.
Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt fyrir helgi sína árlegu viðurkenningarathöfn. Í ár er fjöldi viðurkenningarhafa, alls 128 aðilar en það eru þeir þátttakendur sem náð hafa markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn / efsta lagi stjórnunar. En hver er afrakstur þess þegar fyrirtæki gæta að því að ráða jafnt í stjórnendastöður? Ásta Dís Óladóttir formaður Jafnvægisvogarinnar og Óttar Örn Sigurbergsson framkvæmdastjóri Elko komu til okkar í þáttinn.
Við heyrðum í Atla Steini Guðmundssyni og spurðum hann fregna frá Danmörku og Noregi.
Ragnar Jónasson rithöfundur kíkti í kaffi til okkar strax að loknum fimm fréttum. Það er alltaf nóg að gera hjá Ragnari sem hefur um árabil verið einn vinsælasti glæpasagnahöfundur heims en á dögunum sendi hann frá sér bókina Emilía sem er draugasaga.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, alþingismaður og formaður Miðflokksins, fagnar friðarsamningum á milli Ísraels og Palestínu og hrósar Donald Trump, bandaríkjaforseta í hástert fyrir samkomulagið í færslu á facebook. Sigmundur Davíð var á línunni.
Miklar álögur á bifreiðaeigendur eru í nýjum fjárlögum Ríkisstjórnarinnar ef þær ná fram að ganga, að mati FÍB. Að óbreyttu taka þær gildi um áramótin, eftir aðeins um 10 vikur. Runólfur Ólafsson, framkvæmdarstjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda, fór yfir tölurnar með okkur.