Síðdegisútvarpið

Áhættufjárfesringar, ráðstefna um hamp og Bryndísarhlíð.

Hugrún Hannesdóttir Diego, fréttamaður, sagði af nýjustu tíðindum af falli Play.

Í kjölfar gjaldþrots Play í gær vakna ýmsar spurningar t.d. um fjárfestingar lífeyrissjóða í flugfélögum en almennt er talið um ræða áhættufjárfestingu. Er það ásættanlega áhætta fyrir lífeyrissjóð eiga í flugfélögum? Við fengum Björn Berg Gunnarsson, fjármálaráðgjafa, til ræða þessi mál við okkur.

Alþjóðleg ráðstefna um hamp og framtíð grænna lausna í Reykjavík verður haldin Iðnó dagana 1.–3. október. Miðpunktur alþjóðlegrar umræðu um hamp og kannabis. Þar koma saman helstu sérfræðingar í vísindum, atvinnulífi, nýsköpun og menningu í notkun hampplöntunnar til ræða hvernig þessi forna planta gæti orðið lykillinn grænni framtíð Íslands. Steinunn Ólína Þorsteinsdótir, kynnir ráðstefnunar og Þórunn Jónsdóttir, skipuleggjandi ráðstefnunar komu í Síðdegisútvarpið.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sagði okkur af Minningarsjóði Bryndísar Klöru en minningarsjóðurinn er kominn með nær um helminginn í söfnunina fyrir Bryndísarhlíð með stuðningi fjölda fyrirtækja. Í gær fengu þau afhent 15 milljónir króna sem er afrakstur á sölu á Kærleikskristal. Og er sjóðurinn kominn með augastað á húsnæði fyrir Bryndísarhlíð.

Bæjarráð Reykjanesbæjar telur gríðarleg skerðing verði á þjónustu Strætó við íbúa Reykjanesbæjar um næstu áramót þegar stoppistöðvum á leið 55 mun fækka úr átta í tvær í sveitarfélaginu ef áætlanir Vegagerðarinnar fram ganga um nýtt leiðakerfi landsbyggðarstrætó. Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum síðasta fimmtudag og Víkurfréttir greina frá í dag. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður Bæjarráðs Reykjanesbæjar, var á línunni.

Í nýjum sjónvarpsþáttum sem hefja göngu sína í kvöld á RÚV fara Eva María Jónsdóttir og Pétur Blöndal í rannsóknarleiðangur til draga fram þræði ljóðsins í íslensku samfélagi. Þau spyrja spurninga eins og hvort ljóð hafi þýðingu í tilverunni og hvort þau geti breytt lífi fólks. Þau skoða þætti sem yfir allt frá leikskólum til elliheimila, vöggu til grafar, ást til haturs, tónlist til myndlistar, göldrum til vísinda, rímum til rapps og landnámi til þessa dags. 2015

Frumflutt

30. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,