Síðdegisútvarpið

Einhleyp í Reykjavík, gervigreind og Borgarlínan

Ein af vinsælustu stóðréttum landsins er haldin um helgina og eins og Skagfirðirngar segja sjálfir þá er yfirleitt mikið fjör og gleði í Skagafirðinum þessa helgi. Viggó Jónsson tíðindamaður okkar á Króknum verður á línunni til segja okkur betur frá.

Í dag eru sex ár síðan forsætis-, fjármála- og innviðaráðherra, borgarstjóri og bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu undir Samgöngusáttmálann. Í tilefni afmælisins ætlar Davíð Þorláksson framkvæmdastjóri Betri samganga ohf stikla á stóru varðandi stöðu mála.

Í gær birtist aðsend grein í Morgunblaðinu unir yfirskriftinni “Einhleyp í Reykjavík” Þar rekur Berta Sigríðardóttir fyrirkomulagið á skemmtanahaldi í Reykjavík sem hún segir óspennandi amk. fyrir einhleypa unga konu. Við heyrum í Bertu í þættinum.

Stefán Atli Rúnarsson kemur til okkar á föstudegi og ræðir við okkur um gervigreind, við fáum vita allt um Meta snjallgleraugun, tónlistarsköpun með AI og minningarathöfn fyrir Claude.

Járngerðar eru hagsmunasamtök Grindavíkur sem stofnuð voru fyrr á þessu ári. Þar er efnt til vikulegra upplýsingafunda með hinum ýmsu aðilum sem tengjast Grindavík. Guðbjörg Eyjólfsdóttir er formaður samtakanna og við heyrum í henni.

Lífskraftur hefur hrundið af stað átaki sem miðar því útrýma leghálskrabbameini á Íslandi í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og 66°Norður. Er þetta raunhæft markmið og hvernig miðar átakinu ? Brynhildur Ólafsdóttir og Bára Mjöll Þórðardóttir ræða við okkur í Síðdegisútvarpinu hér á eftir.

Frumflutt

26. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,