Síðdegisútvarpið

Leitað að heitu vatni í Vík, Nýsköpun og Moulan Rouge

Tekin hefur verið ákvörðun um jarðhitaleit í Vík í Mýrdal en tilkynnt var um úthlutanir úr loftslags og orkusjóði fyrr í dag og þar fékk verkefni um jarðhitavæðingu Víkur í Mýrdal hæsta styrkinn eða 176, 5 milljónir.

En hvað þýðir þetta og hafa menn trú á því á svæðinu finna heitt vatn ? Einar Freyr Elínarson sveitastjóri í vík svarar því.

24. September árið 1998 var krýndur fyrsti fyndnasti maður íslands með pombi og prakt. Sigurvegarinn var ungur fremur óþekktur Vestmannaeyjingur sem var þá kannski hvað þekktastur sem rapparinn í hljómsveitinni Dancing Mania.

Fyndnasti maður íslands árið 1998, Sveinn Waage kíkti til okkar og sagði okkur hvort lífið hafi breyst með þessum merkilega titli, Fyndnasti maður Íslands

Mennta og barnamálaráðuneytið kynnti í síðustu viku áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla og miða áformin því efla stuðning við framhaldsskóla, starf þeirra og þjónustu við nemendur. Nýtt stjórnsýslustig verður setta á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4-6 svæðisskrifstofa. Jón Pétur Zimsen fyrrverandi skólastjóri og alþingismaður talar um flumbrugang í framhaldsskólum og það þurfi styrkja skólana en ekki reisa spilaborgir í þágu nýrrar stjórnsýslu. Jón Pétur kom í þáttinn.

Söngleikurinn Moulin Rouge verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Hildur Vala Baldursdóttir leikkona og Mikael Kaaber leikari kíktu til okkar.

Við ætlum heyra um nýsköpunarsjóðinn Kríu sem er opna fyrir nýjar umsóknir í nýtt fjárfestingaátak sem miðar því fjárfesta í sprotafyrirtækjum snemma á þróunarferli þeirra, Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu hún kom í Síðdegisútvarpið.

Vísindavaka 2025 verður haldin á laugardaginn í Laugardaglshöllinni. Vísindavaka er uppskeruhátíð vísindanna á Íslandi þar sem gestir kynna sér vísindin á lifandi hátt. Hvernig fer þetta fram Davíð Fjölnir Ármansson, Vísindavökustjórinn og Eva Einarsdóttir, kynningarfulltrúi fræddu okkur um Vísindavökuna í Síðdegisútavarpinu.

Frumflutt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,