Síðdegisútvarpið

Umdeildar breytingar á gatnamótum Bæjarháls og Höfðabakka

Ragnar Jón HRólfsson fréttamaður kom til okkar í dag og ræddi það þegar flugsamgöngur fóru úr skorðum í gærkvöld þegar grunsamlegir drónar sáust á flugi við Kastrup í Kaupmannahöfn og Gardemoen í Oslo.

Breytingar á gatnamótum við Höfðabakka hafa verið í umræðunni upp á síðkastið en lokun beygjuakreinar á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls hefur leitt af sér stórauknar umferðatafir á gatnamótunum og í austurhluta borgarinnar. Formaður íbúasamtaka Árbæjar segir breytingarnar valda mikilli óánægu meðal íbúa og fyrirtækja í hverfinu. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi kom til okkar í gær og ræddi málið en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn þessum breytingum þ.e beygjuakreinarnar yrðu teknar. Dóra Björt Guðjónsdóttur oddvita Pírata í borginni og formaður umhverfis og skipulagsráðs Reykjavíkur. kom til okkar í dag.

Jóhann Hlíðar Harðarson færði okkur fréttir frá Spáni.

Við fengum ábendingu á dögunum það væri orðið erfitt finna staði ef fólk hefur áhuga á fara út dansa? Skemmtanamenning landans fer í hringi eða hvað ? Er dansmenningin deyja út - hvert er hægt fara til dansa ?

Kjartan Guðbergsson eða Daddi diskó og Steinþór Helgi Arnsteinsson eigandi skemmtistaðarins Röntgen mættu til okkar í Síðdegisútvarpið og ræddu þessi mál.

Flestir þeirra sem starfa á vinnumarkaði kannast við það fara í Starfsmannasamtal. Hvernig er hægt undirbúa sig fyrir slíkt og hvernig er hægt hámarka það sem út úr slíku samtali á koma ? Inga Þórisdóttir er stjórnendaþjálfi og hefur langa reynslu í undirbúa bæði stjórnendur og starfsfólk fyrir slík samtöl hún kom til okkar í dag.

Gunnhildur Kjerúlf Birgisdóttir fréttamaður kom til okkar og sagði okkur frá fyrsta Kveiksþætti kvöldsins.

Frumflutt

23. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,