Síðdegisútvarpið

Gaza, hættulegur hrekkur, bundið slitlag og menning

Innrás í Gaza-borg hófst í morgun eftir þungar árásir í nótt og Ísraelsher segir fyrstu stig yfirtöku Gaza-borgar hafin. 60 þúsund manna varalið er væntanlegt á næstu vikum til þess yfirráðum yfir allri borginni. Oddur Þórðarson fréttamaður hefur fylgst með þróun mála á Gaza í dag kom til okkar.

Á sunnudaginn kemur verður boðað til gleðskapar við Úlfljótsvatn þar sem fagna á því hringvegurinn í kringum Þingvallavatn hefur allur verið lagður bundnu slitlagi. Ýmsir koma málinu og Lína Björg Tryggvadóttir byggðaþróunarfulltrúi í uppsveitum Árnessýslu var á línunni hjá okkur.

Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn frá ákvörðun Eddunnar beina sjónum eingöngu á kvikmyndagerð. Þrír stærstu ljósvakamiðlar landsins standa verðlaununum, sem verða veitt með pompi og prakt í Gamla bíói í lok Október. Gísli Berg framleiðslustjóri RÚV sagði okkur betur frá þessu.

Linda K. Pálsdóttir móðir í Reykjanesbæ brýnir fyrir foreldrum vera vakandi yfir hrekk sem gengur út á losa dekk á reiðhjólum svo lítið beri á, en tíu ára sonur hennar er stórslasaður eftir hjól hans nánast hrökk í sundur þegar hann var á leið heim af fótboltaæfingu. Við hringdum í Lindu.

Menningarnótt er fram undan og borgin mun iða af lífi, stemmingu og menningu. Fjöldi safna af öllum stærðum og gerðum opnar dyr sínar, m.a. Þjóðminjasafnið, sem reyndar býður líka í kaupstaðarferð utandyra. Arna Björg Bjarnadóttir þróunar- og fræðslustjóri Þjóðminjasafnsins kom til okkar.

Það er ekki bara menning í Reykjavík og við heyrðum af líflegu menningarlífi á Suðurlandi þar sem m.a. fer fram Skáldkonukvöld í kvöld - Margrét Blöndal deildarstjóri Menningar- og upplýsingardeildar Árborgar var á línunni.

Frumflutt

21. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,