Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi að óbreyttu eftir þrjár vikur. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi og hefur þetta mikil áhrif á nærsamfélagið en atvinnu og afkomu hundruða er ógnað. Við ræddum við Harald Benediktson bæjarstjóra Akranes.
Nýtt umferðarmet var slegið í Vaðlaheiðargöngum um helgina en stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi og Mærudagar á Húsavík skýra mikinn fjölda ferða. Við settum okkur í samband við Valgeir Bergmann Magnússon, framkvæmdarstjóra Vaðlaheiðaganga.
Bíræfnir díselþjófar hafa herjað á bíla Fraktlausna undanfarið og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins það hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þessa. Fleiri slík mál hafa komið upp undanfarið, og hefur Vísir eftir lögreglu að þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Við fengum Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóra Fraktlausna til okkar.
Við slógum á þráðinn til Hríseyjar, en lundinn hefur numið þar land og er byrjaður að verpa í eynni. Þetta er líklega ekki fyrir algjöra tilviljun, en ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjafirði komu fyrir plastlundum í Hrísey árið 2019 í þeirri von að laða bræður þeirra af holdi og blóði að. Kristinn Frímann Árnason var á línunni.
Svo fannst okkur eins og það væri óvenju mikið af einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli um daginn. Er þeim að fjölga sem koma hingað til lands á þann hátt? Við fengum Hjalti Þór Guðmundsson hjá Reykjavík FBO sem þjónustar slíkar vélar til okkar.
Á morgun fagna ungmenni sem starfað hafa í verkefninu Skapandi Sumarstörf í Hafnarfirði í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Á lokahófinu koma allir þátttakendur verkefnisins saman og sýna verkefnin sín. Þorbjörg Signý Ágústsson, starfsmaður Nýsköpunarseturs Hafnarfjarðar sagði okkur frá Skapandi sumarstörfum.