Síðdegisútvarpið

Tollar, einkaþotur, lundar og stórtækir díselþjófar

Evrópusambandið hyggst leggja verndartolla á járnblendi og kísiljárn frá meðal annars Íslandi og Noregi, sem taka gildi óbreyttu eftir þrjár vikur. Elkem á Grundartanga í Hvalfjarðarsveit er eini starfandi framleiðandi kísiljárns hér á landi og hefur þetta mikil áhrif á nærsamfélagið en atvinnu og afkomu hundruða er ógnað. Við ræddum við Harald Benediktson bæjarstjóra Akranes.

Nýtt um­ferðarmet var slegið í Vaðlaheiðargöng­um um helg­ina en stór­tón­leik­ar Kal­eo í Vagla­skógi og Mæru­dag­ar á Húsa­vík skýra mik­inn fjölda ferða. Við settum okkur í samband við Valgeir Bergmann Magnússon, framkvæmdarstjóra Vaðlaheiðaganga.

Bíræfnir díselþjófar hafa herjað á bíla Fraktlausna undanfarið og segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins það hafa orðið fyrir tjóni upp á nokkrar milljónir vegna þessa. Fleiri slík mál hafa komið upp undanfarið, og hefur Vísir eftir lögreglu þjófnaður sem þessi hafi færst mjög í aukana í sumar. Við fengum Arnar Þór Ólafsson framkvæmdastjóra Fraktlausna til okkar.

Við slógum á þráðinn til Hríseyjar, en lundinn hefur numið þar land og er byrjaður verpa í eynni. Þetta er líklega ekki fyrir algjöra tilviljun, en ferðaþjónustufyrirtæki í Eyjafirði komu fyrir plastlundum í Hrísey árið 2019 í þeirri von laða bræður þeirra af holdi og blóði að. Kristinn Frímann Árnason var á línunni.

Svo fannst okkur eins og það væri óvenju mikið af einkaþotum á Reykjavíkurflugvelli um daginn. Er þeim fjölga sem koma hingað til lands á þann hátt? Við fengum Hjalti Þór Guðmundsson hjá Reykjavík FBO sem þjónustar slíkar vélar til okkar.

Á morgun fagna ungmenni sem starfað hafa í verkefninu Skapandi Sumarstörf í Hafnarfirði í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Á lokahófinu koma allir þátttakendur verkefnisins saman og sýna verkefnin sín. Þorbjörg Signý Ágústsson, starfsmaður Nýsköpunarseturs Hafnarfjarðar sagði okkur frá Skapandi sumarstörfum.

Frumflutt

28. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,