Síðdegisútvarpið

Skrautlega kýr, alþingi, kartöflur og stærðfræði

Ertu á ferð um landið og með næmt auga fyrir kúm? Dóra Svavarsdóttir formaður Slow Food á Íslandi sagði okkur frá ljósmyndasamkeppni þar sem leitað er skrautlegustu kúm landsins.

Ásdís Bjarnadóttir kartöflubóndi í Auðsholti skammt frá Flúðum sagði okkur frá kartöfluuppskerunni í ár.

Jóhann Hlíðar var í beinni frá Spáni og sagði okkur frá því spánverjar fagna því um þessar mundir 20 ár eru síðan samkynhneigðum varð heimilt ganga í hjónaband og líka frá því það er allt í háalofti í þorpi rétt hjá Cartagena, Torre Pacheco heitir það. Meira um það á eftir.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hratt nýlega af stað nýrri áætlun sem hvetur ríki til þess hækka raunverð á tóbaki, áfengi og sykruðum drykkjum um minnsta kosti 50% fyrir árið 2035 með innleiðingu neysluskatta. Stofnunin segir neyslu þessara vara ýta undir faraldur langvinnra sjúkdóma á borð við hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein og sykursýki, og verðhækkun gæti komið í veg fyrir allt 50 milljónir ótímabærra dauðsfalla næstu 50 árin. Halla Þorvaldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélagsins kom til okkar ræða þetta.

Við gerum upp vorþingið sem lauk í gær með tveimur nýliðum og fyrrverandi sveitastjórnarfólki. Þær Rósa Guðbjartsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, Flokki fólksins, mættu til okkar í létt spjall.

Stelpur diffra eru sumarnámsbúðir í stærðfræði fyrir stelpur og stálp í framhaldsskóla. Markmið búðanna er veita þessum hóp tíma og rými til kynnast hvort öðru og kafa dýpra í þessa merku fræðigrein. Nanna Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra búðanna, sagði okkur meira af þessu.

Frumflutt

15. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,