Síðdegisútvarpið

Kjarnorkuklausan, þjóðhátíðarlög, bílastæðavesen og fótbolti

Það er allt í hers höndum á alþingi þar sem enn er rætt um veiðigjaldafrumvarp. Málsþófsmet hefur verið slegið og hefur málið verið rætt í hátt í 160 klukkustundir. Fyrrverandi þingmaður pírata Smári McCarthy gagnrýnir þetta harðlega í aðsendri grein á vísi í dag og ræddi stöðu mála við okkur.

Klukkan sjö á eftir er síðasti leikur íslenska landsliðsins knattspyrnu á EM þegar stelpurnar okkar mæta Noregi. Mikil vonbrigði eru með frammistöðu liðsins og umræða í þjóðfélaginu um hvort ekki þurfi gera breytingar á þjálfara teyminu. Við veltum vöngum yfir genginu á EM og framtíðinni undir stjórn Þorsteins Halldórssonar með þeim Öddu Baldursdóttur sem er sérfræðingur RÚV í Stofunni og hinum þrautreynda íþróttafréttamanni Valtý Birni Valtýssyni.

Eins og við ræddum hér í síðustu viku getur verið fokdýrt leggja við náttúruperlur úti á landi, en í ofanálag er flækjustigið töluvert þegar kemur því borga fyrir stæðin. Við ræddum við Kristján G. Kristjánsson hjá Mountain taxi.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamaðurinn Bergur Vilhjálmsson lagði af stað í 400km göngu frá Goðafossi yfir Sprengisand til Reykjavíkur með 170kg í farteskinu á mánudaginn, undir yfirskriftinni Skrefið fyrir vonina. Þetta gerir hann til vekja athygli á þeim þunga bagga sem einstaklingar með sjálfsvígshugsanir bera og til styrkja og vekja athygli á Píeta samtökunum. Við slógum á þráðinn til Bergs.

Hljómsveitin Stuðlabandið á heiðurinn þjóðhátíðarlaginu í ár, við Eldana. En það var ekki nóg taka upp lagið í ár, heldur ákváðu þeir í beinu framhaldi endurgera nokkur af sínum uppáhalds þjóðhátíðarlögum og birtu það fyrsta síðasta föstudag. Þeir Sigþór Árnason og Baldur Kristjánsson komu til okkar.

Frumflutt

10. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,