Síðdegisútvarpið

Stafrænt réttarkerfi, viðhald vega og brúðkaupsskipulag

Þrír milljarðar verða settir til viðbótar í viðhald vega á landsbyggðinni árið 2025. Alþingi samþykkti tillögu ríkisstjórnarinnar þessa efnis þegar fjáraukalög voru afgreidd á laugardag. Við ræddum við Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra.

Hugbúnaðarfyrirtækið Justikal er komið á skrá yfir viðurkennda póstþjónustuaðila hjá Byggðastofnun. Justikal er þekktast fyrir hanna stafrænt réttarkerfi sem gerir aðilum í dómsmálum kleift meðhöndla gögn á öruggan og rekjanlegan hátt. Fyrirtækið hefur skráð þjónustuna fyrir Öruggar rekjanlegar gagnasendingar sem póstþjónustu hjá Byggðastofnun. Þetta var gert í kjölfar úrskurðar frá Héraðsdómi Suðurlands í dómsmáli. Margrét Anna Einarsdóttir framkvæmdarstjóri og stofnandi Justikal kom til okkar.

Mikill meirihluti félagsmanna samtaka fyrirækja á veitingamarkaði, eða SVEIT er ósáttur við samskipti sín við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. Einar Bárðarson framkvæmdastjóri samtakanna kom til okkar.

Brúðkaupsskipuleggjendur eru starfsstétt sem maður hélt kannski væru bara til í amerískum bíómyndum en svo er alls ekki, og þessi þjónusta er í boði her á landi sjái pör ofsjónum yfir því skipuleggja stóra daginn sjálf. Við fengum Alínu Vilhjálmsdóttur hjá Og smáatriðin til segja okkur allt um þetta.

Enn er fundað á alþingi, en það gæti dregið til tíðinda á eftir þegar formenn þingflokkanna funda með forseta alþingis. Við fórum yfir stöðuna með Magnúsi Geir Eyjólfssyni fréttamanni

Frumflutt

8. júlí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,