Síðdegisútvarpið

Kílómetragjaldið, Pétur í Óháða söfnuðinum og Eurovision

Síðdegisútvarpið 12. maí

Jóhann Hlíðar Harðarson var á línunni frá Spáni en við ræddum við hann um ferðamannabæinn Villajoyosa sem komst í fréttirnar um helgina vegna handtöku íslendinga sem höfðu fíkniefni í fórum sínum.

Í nýju frumvarpi sem komið er til annarrar umræðu á Alþingi verður kílómetragjald jafnhátt fyrir alla einkabíla. Meðal þeirra sem hafa gagnrýnt þetta frumvarp er FÍB of ekki skuli vera gerður greinarmunur á léttum fólksbílum og þungum jeppum við innheimtu kílómetragjalds. Daði Már Kristófersson útskýrir þetta betur fyrir okkur í síðdegisútvarpinu í dag.

Svo ræddum við sumarveðrið við Katrínu Öglu Tómasdóttur veðurfræðing.

Pétur Þorsteinsson prestur Óháða safnaðarins leit til okkar en á sunnudaginn messaði hann sína síðustu messu sem hann kallaði Lífslokamessu.

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs og formaður stýrihóps um gönguvænar borg kom til okkar og sagði okkur frá verkefninu Reykjavík gönguvænni borg.

Við hringdum svo til Basel í Sviss og ræddum við Gunnar Birgisson um síðustu daga og stemninguna fyrir morgundeginum þegar Ísland keppir í fyrri undanúrslitariðlinum.

Frumflutt

12. maí 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,