Síðdegisútvarpið

Öryggis - og varnarmál í brennidepli, ETA og eineggja tvíburarnir

„Við eigum ekki í stríði en það eru heldur ekki friðartímar,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri í upphafi ráðstefnu um örygissmál sem fram fór í dag. Þar kom fram í máli Karls Steinars Valssonar yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra á Íslandi væru stundaðar njósnir Nefndi Karl Steinar m.a. kínversk stjórnvöld og rússa í þessu sambandi. Karl Steinar var gestur í Síðdegisútvarpinu í dag.

Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, hélt á sömu ráðstefnu erindi um hlutverk og sýn skrifstofunnar. Þar kom ýmislegt fram. Meðal þess var í kringum 100 manns starfa með beinum hætti við varnarmál í dag. Jónas spáir því á næstu 5 árum kunni þessi fjöldi tvöfaldast. Við hringdum í Jónas.

Leikkonan Katla Þórudóttir Njálsdóttir hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína, bæði í sjónvarpi og kvikmyndum. Katla hlaut verðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki á Eddu-verðlaunum í gær en hún stundar nám við LHÍ og útskrifast í vor vel gert, fyrstu verðlaunin og hún ekki einu sinni útskrifuð. Katla kom í Síðdegisútvarpið.

Tvíburarnir Eyrún og Eygló Ingadætur eru eineggja eftir allt saman hafa í 57 ár haldið þær væru tvíeggja en hefur þetta verið staðfest. Þær systur koma í heimsókn í síðdegisútvarpið í dag.

Það bárust af því fréttir Strætó hefði skilað hagnaði og þetta er í fyrsta sinn síðan 2017 sem það gerist. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó verður á línunni hjá okkur í dag og við spyrjum hann út í hagnaðartölur og einnig um ástandið í Mjóddinni þar sem unglingar hafa verið með ólæti og skarkala í vögnum og á biðstöðinni og hvað til ráða fyrir vagnstjóra og farþega í Strætó á þessum slóðum.

Frá og með 2. apríl 2025 þurfa Íslendingar á leið til Bretlands hafa sótt um rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast en opnað verður fyrir umsóknir 5. mars 2025. Við heyrum í Sendiherra Íslands í Bretlandi Sturlu Sigurjónssyni.

Það voru Siggi Gunnars og Hrafnhildur Halldórsdóttir sem höfðu umsjón með þætti dagsins.

Frumflutt

27. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,