Síðdegisútvarpið

Maradona, lífið í Úkraínu, Fíla lag og Jón Gnarr um búninga á Alþingi

Friðrik Jónsson sendiherra Íslands í Póllandi og sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu er staddur í Kyiv þessa stundina. Ferðalagið á milli landanna er aðeins lengra en venjulega en hægt hefði verið fljúga í 1,5 tíma en vegna loftárása Rússa er það ekki gerlegt og því var 16 tíma lestarferð frá Varsjá til Kiev raunin og það aðra leiðina. Við heyrðum í Friðriki og spurðum hann út lífið í Úkraínu og störf hans.

Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn. Við heyrðum í Jóni Gnarr.

Páll Jakob Lindal var á línunni hjá okkur en það er undirskriftalisti í gangi inn á ísland.is með yfirskriftinni Byggjum betur en Páll er með doktorsgráðu í umhverfissálfræði og hann er einn þeirra sérfræðinga sem standa undirskriftasöfnuninni og telja nauðsynlegt við breytum um takt í skipulags- og byggingarmálum.

Hinir bráðskemmtilegu Bergur Ebbi og Snorri Helgason kíktu í kaffi en í kvöld hefst þáttaröð af Fíla lag á RÚV en þá verður Sumarið í tíminn með GCD fílað. Til umræðu var dagskrárgerð,tónlist og uppistand auk þess Snorri ræddi sína aðferð við elda kjúkling.

Réttarhöld yfir sjömenningunum sem önnuðust fótboltagoðsögnina Maradona síðustu ævidaga hans hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir hafa orðið honum bana með slæmri meðferð. Maradona lést árið 2020 aðeins sextugur aldri. Jóhann Már Helgason fótboltasérfræðingur kom til okkar en hann hefur fylgst með þessu máli.

Frumflutt

13. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,