ok

Síðdegisútvarpið

Landsleikur,hádegismatur í Grindavík og Geir Haarde um viðskiptastríð USA

Samninganefnd Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum - FÍL hefur átt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins og Leikfélag Reykjavíkur ses. síðan í september um nýjan kjarasamning fyrir leikara og dansara hjá Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 25. nóvember sl. og hafa aðilar fundað ítrekað án þess að ásættanleg niðurstaða fengist fyrir listamenn leikhússins. Og nú er svo komið að leikarar ætla í vinnustöðvun. Á línunni hjá okkur var formaður FÍL Birna Hafstein

Það er landsleikur í handbolta í dag en karlalandslið Íslands mun sækja Grikki heim og við hituðum upp fyrir leikinn með Einari Erni Jónssyni íþróttafréttamanni sem lýsir leiknum í beinni.

Útlit er fyrir að viðskiptastríð sé hafið en ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, setti í gær 25 prósenta toll á innflutning á stáli og áli. Evrópusambandið hefur tilkynnt eigin tolla á vörur frá Bandaríkjunum sem taka munu gildi í næsta mánuði. Við ræddum þessa stöðu við Geir H Haarde hagfræðing, fyrrverandi forsætis og fjármálaráðherra og fyrrum sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.

Siggi skrapp til Grindavíkur í hádegismat og hitti þar fyrir Þormar Ómarsson vert.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt í kvöld og veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Friðrik Ómar og við tókum stöðuna á honum og því sem boðið verður upp á á verðlaunahátíðinni.

Bjarni Herrera framkvæmdastjóri og eigandi Accrona skrifaði grein á Vísi undir yfirskriftinni Billjón dollara hringa­vit­leysa? Þar fjallar Bjarni um að heimurinn tali stanslaust um hringrásahagkerfið og að endurnýta hráefni jarðar betur og lengur en að peningurinn flæði samt ekki í átt að hringrás. Við ræddum þessi mál við Bjarna.

Frumflutt

12. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,