Síðdegisútvarpið

Hömlur á ferðalög trans fólks til USA, fílamaðurinn og iðnnám

Steingerður Lóa Gunnarsdóttir leikjahönnuður og trans kona setti stöðufærslu á FB í gær þar sem hún segist ekki treysta sér til sækja ráðastefnu í San Francisco sem hún hefur sótt í um áratug og þetta vegna nýrra reglna sem tekið hafa gildi um skráð kyn í vegabréfi í Bandaríkjunum. Við heyrðum í Steingerði í þættinum og auk þess fáum við viðbrögð frá Bjarndísi Helgu Tómasdóttur sem er formaður Samtakanna ´78. og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra.

-

„Ef ekki tekst fjölga nemendum í iðn- og tækninámi, eða ef þessi hluti skólakerfisins er ekki efldur, mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og efnahag,“ sagði Árni Sigurjónsson, formaður Samtaka iðnaðarins á iðnþingi sem haldið var í síðustu viku. Hildur Ingvarsdóttir rektor Tækniskólans og Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri ræddu við okkur um stöðu þessara mála í Síðdegisútvarpinu í dag.

Nýlega var sett á laggirnar tryggingavernd fyrir þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem felur í sér fólk í þessari stöðu getur fengið bætur. Tryggingaverndin var unnin í samstarfi við Kvennaathvarfið og við fengum til okkar framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins Lindu Dröfn Gunnarsdóttur og Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur forstjóra Varðar.

Bæjarskrifstofur í Grindavík opnuðu í gær í Grindavík síðan 10. Nóvember 2023 og Síðdegisútvarpið leit í heimsókn á bæjarskrifstofurnar og tók stöðuna á starfsfólki þar á bæ. Rætt var við Kristínu Maríu Birgisdóttur upplýsingafulltrúa - og markaðsfulltrúa Grindarvíkurbæjar

Sambíóin hafa tekið upp á því sýna stórmyndir frá eldri tíð og í gær var t.a.m Fílamaðurinn í leikstjórn David Lynch sýnd fyrir fullu húsi. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndasérfræðingur var mætt í bíó og við hringdum í hana.

Frumflutt

11. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,