Síðdegisútvarpið

Vínbúðin á Akureyri, málefni Úkraínu og stefnuræða Trump

Vínbúð var opnuð í verslunarkjarnanum Norðurtorgi á Akureyri í gær. Þar með var versluninni í miðbænum lokað og þetta hefur fallið misvel í kramið hjá íbúum fyrir norðan. Við heyrðum í Sigrúnu Ósk Sigurjónsdóttur aðstoðarforstjóra ÁTVR í gær og Ragnari Sverrissyni kaupmanni og við héldum áfram með þetta mál í dag en á línunni hjá okkur voru Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Akureyrar og Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðiflokksins.

Í gær hélt Donald Trump Bandaríkjaforseti stefnuræðu sína til Bandaríkjaþings. Stríðið í Úkraínu, Grænland og Elon Musk eru á meðal þess sem Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði umtalsefni í metlangri ræðunni. Við fengum Silju Báru Ómarsdóttur stjórnmálafræðiprófessor til greina inntak ræðunnar.

Eins og frægt er oðið kallaði Donald Trump Bandaríkjaforseti Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, vanþakklátan og hótaði draga úr stuðningi Bandaríkjanna á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku. Trump sagði Zelensky stefna heiminum í þriðju heimsstyrjöldina með því vilja ekki semja um deila jarðefnaauðlindum Úkraínu með Bandaríkjunum í skiptum fyrir stuðning þeirra. er verið undirbúa milljarða evra stuðningspakka fyrir Úkraínu sem til stendur afgreiða á aukafundi leiðtogaráðs Evrópusambandsins á morgun. Við ræddum málefni Úkraínu við Val Gunnarsson sagnfræðing.

Þann ellefta desember síðastliðinn hurfu setter-hundarnir Luna og Stitch frá umsjónarfólki sínu á Djúpavogi en síðan hefur ekkert til þeirra spurst. Við hringdum austur og ræddum við Ólöfu Rún Stefánsdóttir, sem hafði umsjón með hundunum þegar þeir hurfu á brott en hún heldur enn í vonina hundarnir finnist á lífi.

Öskudagur í dag og Siggi fór útúr húsi og hitti fyrir hressa krakka auki vorum við með Eurovisionlag dagsins sem þessu sinni var hið umdeilda lag Kant frá Möltu.

Frumflutt

5. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,