Síðdegisútvarpið

Netöryggismál,Trump um Gaza og á að hervæða Ísland?

Fyrir nokkrum dögum hófst nýtt tímabil í sögu Evrópu. Pax Americana hið langvarandi öryggisnet sem Bandaríkin hafa veitt álfunni gufaði upp. Á þessum orðum hefst aðsend grein sem birtist í Morgunblaðinu i dag og er skrifuð af Bjarna Magnússyni prófessor í lögfræði en í greininni leggur Bjarni Már til stofnun íslensks hers og leyniþjónustu, herskyldu og innlenda herggnaframleiðslu. Bjarni kom til okkar í Síðdegisútvarpið.

Við ræddum netöryggi þegar Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Keystrike kom til okkar. Það hefur mjög margt gerst hratt hjá Keystrike frá því fyrirtækið var stofnað fyrir tveimur árum en Keystrike hefur þróað öryggislausn sem gengur út á votta allan innslátt á þann vélbúnað sem starfsmenn fyrirtækja vinna á þannig öruggt manneskjan sem er slá á það lyklaborð er ekki einhver hakkari út í heimi. En steðjar starfsfólki fyrirtækja hætta af hökkurum ? Valdimar svaraði því.

Kólumbísk kaffibrennsla í Grundafirði, töluðum við Mörtu Magnúsdóttur

Trump um framtíðarsýna á Gaza, Ástrós Signýjardóttir

Jakob Reynir Jakobsson veitingamaður mun líklega heita Jakob Reynir Aftur Jakobsson. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm þess efnis í morgun, þar sem úrskurður mannanafnanefndar, um nafnið Aftur, var feldur úr gildi. Jakob óskaði eftir nafnabreytingu hjá Þjóðskrá í febrúar á síðasta ári. Mannanafnanefnd kvað upp úrskurð í máli hans mánuði síðar og hafnaði nafninu Aftur. Jakob Reynir var á línunni.

Við skoðuðum líkindi lagsins RÓA við önnur lög sem áður hafa verið gefin út.

Frumflutt

26. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,