Síðdegisútvarpið

Kafbátur,landsleikur og gerilsneyddar mjólkurvörur

Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur, USS Delaware, verður í stuttri þjónustuheimsókn í íslenskri landhelgi í dag. Heimsóknin er liður í varnarskuldbindingum Íslands.

En hvað er kafbáturinn gera þarna í Eyjafirðinum ? Því svaraði Jónas G. Allansson skrifstofustjóri Varnarmálaskrifstofu UTN en auki heyrðum við í Kristni Frímanni Árnasyni íbúa í Hrísey og spurðum hann út í hvað heimamönnum þætti um þjónustuheimsóknina.

Torgið er á dagskrá RÚV í kvöld en það er umræðuþáttur í beinni útsendingu þar sem fólkið í landinu varpar fram spurningum og stendur fyrir máli sínu. Í kvöld verður fjallað um ofsafengna sjálfsrækt. Baldvin Þór Bergsson annar umsjónarmanna þáttarins mætti til okkar.

Margrét Blöndal fór yfir nokkra fyrrum vinsæla heilsukúra með okkur.

Af hverju erum við gerilsneyða mjólkurvörur ? Árni Matthíasson ræddi það við okkur.

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta spilar við Frakkland á Marie-Marvingt-vellinum í Le Mans í kvöld. Þetta er annar leikur Íslands í nýrri Þjóðadeild eftir liðið gerði 0-0 jafntefli gegn Sviss á föstudag. Almarr Ormarsson hitaði upp fyrir leikinn með okkur.

Frumflutt

25. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,