Síðdegisútvarpið

Kjarabarátta kennara, jákvæð sálfræði og gervigreind

Kennarar voru mjög reiðir eftir tillaga ríkissáttasemjara sem þeir samþykktu var felld fyrir helgi af sveitarfélögum og gengu kennarar út úr skólum um allt land í mótmælaskyni.

En hvar stendur málið og hvert er framhaldið? Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kom til okkar.

Happ­drætti Há­skóla Íslands leit­ar um 250 vinn­ings­höf­um sem af ýms­um ástæðum hef­ur ekki hef­ur verið hægt greiða vinn­inga til á und­an­förn­um árum. Sam­tals nema vinn­ing­arn­ir, sem þannig eru í óskil­um, um 5 millj­ón­um króna við heyrðum í Hjör­dís­i Maríu Ólafs­dótt­ur markaðsstjóra HHÍ

Hversu öruggt er láta gervigreind vinna með viðkvæm gögn?

Sífellt fleiri nýta gervigreind til aðstoða sig við upplýsingaöflun og gagnavinnslu. En hversu öruggt er fólk með slíkar upplýsingar þegar þær eru sendar út í skýið?

Hvað þarf fólk varast og hvernig er hægt nýta gervigreind á áhrifaríkan og öruggan hátt. Björgvin Arnar Björgvinsson sérfræðingur hjá Opnum kerfum kom í Síðdegsútvarpið í dag.

Búi Bjarmar Aðalsteinsson umsjónamaður Hjólavarpsins, sem er hlaðvarp um hreyfingu og hjólreiðar kom til okkar. Það er átak í gangi þar sem verið er minna hjólreiðafólk á hjólaljósin og Búi segir okkur betur frá því í þættinum.

Við heyrðum af nýju Appi sem kallast HappApp en það byggir á vísindum jákvæðrar sálfræði og stuðlar geðrækt með því bjóða upp á gagnreyndar æfingar til auka andlega vellíðan og efla geðheilsu notenda Helga Arnardóttir er sem á hugmyndina af Appinu kom til okkar í dag.

En við byrjuðum á Oddi Þórðarsyni sem fór yfir erlendar fréttir með okkur.

Frumflutt

24. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,