Síðdegisútvarpið

Hraðstefnumót eldri borgara, Sigurvilji, og húsbílaferðalag

Svan­ur Karl Grjet­ars­son, for­stjóri bygg­inga­fé­lags­ins MótX sagði á mbl.is í dag uppbygging íbúða á höfuðborgarsvæðinu væri komin í óefni vegna lóðaskorts og ofuráherslu á þéttingu byggða. Við heyrðum í Svani.

Á morgun verður mikið um dýrðir í Bíó Paradís en þá verður boðið upp á hraðstefnumót eldri borgaraog það beint eftir sýningu myndarinnar Eftirlætiskakan mín eða My favourite Cake sem er hjartnæm ástarsaga um fullorðnu ekkjuna Mahin sem er orðin þreytt á einverunni þar sem hún býr ein í Teheran og grípur til sinna ráða. Þær Hrönn Sveinsdóttir og Ása Baldursdóttir frá Bíó Paradís komu til okkar.

Um áramótin var felld niður öll þjónusta er varðar almenningssamgöngur á milli Borgarfjarðar Eystri og Egilstaða. Margir íbúar Borgarfjarðar hafa nýtt sér þjónustuna og telur Eyþór Stefánsson, formaður heimastjórnar Borgarfjarðar rökstuðning vegagerðarinnar um um innanbæjarakstur ræða á þessari 70km leið ekki halda neinu vatni. Við slóum á þráðinn til Eyþórs til Borgarfjarðar Eystri

Dreymir þig um húsbílaferð um Evrópu? Við rákum augun í auglýsingu um námskeið þar sem hægt er lærðu undirbúa sig fyrir húsbílaferð um Evrópu og hvað þarf gera áður en lagt er af stað. Eygló R. Sigurðardóttir fór í slíka ferð fyrir nokkru síðan og ætlar miðla af sinni alkunnu reynslu svo fleiri geti fylgt í kjölfarið. Við heyrðum í Eygló í þættinum.

Um helgina var frumsýnd heimildarmyndin Sigurvilji, sem er um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara. Sigurbjörn hefur oftar orðið Íslandsmeistari, Evrópumeistari og heimsmeistari á íslenskum hestum en nokkur annar þannig löngu orðið tímabært gera mynd um knapann. Hrafnhildur Gunnarsdóttir einn aðtandanda myndarinnar sagði okkur nánar frá Sigurvilja.

Í dag er ekki bara dagur táknmálsins þvi einnig er 112 dagurinn. Í dag var tilkynnt um hvaða íslendingar eru skyndihjálparfólk Íslands en það eru þau Hinrik Þráinn Örnólfsson tannlæknir og Guðrún Narfadóttir líffræðingur, sem stödd er á skútu við strendur Florída í þessum töluðu orðum.

Frumflutt

11. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir og Rúnar Róbertsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í sumar. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,