Síðdegisútvarpið

Þingsetning, vonda veðrið, nýr veðurvefur og átak í kortlagningu jarða á Íslandi

156. löggjafarþingið var sett í dag af forseta okkar Höllu Tómasdóttur. Okkar eigin Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður var á staðnum í dag og við fengum hann til okkar með það helsta frá hinu háa Alþingi.

Þegar veðrið er búið vera jafn óþekkt og undanfarið og næstu daga eins og spáð er þá hljóta landsmenn fagna því veðurstofan opna vef sem heitir gottvedur.is. En eitthvað segir okkur þó ekki verði bara fjallað um gott veður á vefnum, þá væru færslurnar afar fáar. Hildigunnur H.H. Thorsteinsson forstjóri Veðurstofu Íslands kom til okkar og sagði okkur nánar frá gottvedur.is.

Umræðan um eignarhald lands á Íslandi hefur verið mikil undanfarin ár og virðist ljóst skráning fasteigna eins og henni hefur verið háttað fram til þessa hefur ekki getað gefið skýr svör um stærðir eigna og afmörkun þeirra. Hjá húsnæðis og mannvirkjastofnun hefur verið unnið uppbyggingu landeignaskrár þannig hún geti verið eins konar upplýsingakerfi um eignarhald lands á Íslandi og það er gert með því kortleggja jarðir nákvæmlega. Tryggvi Már Ingvarsson er framkvæmdastjóri fasteignasviðs HMSog hann kom til okkar á eftir og sagði okkur betur frá.

Aðalheiður Elfríð Heiðarsdóttir og móðir hennar Marzibil Erlendsdóttir búa saman á Dalatanga í Mjóafirði. Nýlega fengu þær sendan póst og aðrar vistir í fyrsta sinn í þrjár vikur. Þetta er aldelis ekki í fyrsta skiptið sem ófært er bæði á sjó og landi þeirra heimili. Við settum okkur í samband við þær á eftir og tókum stöðuna.

Og svo ætlum við heyra hvað boðið verður upp á í Kveiksþætti kvöldsins - Ingólfur Bjarni Sigfússon er umsjónarmaður þáttarins og hann kom til okkar og sagði okkur það helsta.

Og líkt og allir vita bíða lægðirnar í hrönnum og þær eru gular og appelsínugular til skiptis og hafa flugfélögin verið aflýsa ferðum Guðmundur Tómas Siguruðsson er flugrekstarstjóri Icelandair og hann var á línunni.

Frumflutt

4. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,